Úrval - 01.08.1955, Qupperneq 51
FERILSKYGGNIR ?LÖKKUMBNN
49
risi að vexti og nefnist „Nábúi“.
Hann er hinn einasti af frum-
byggjum Astralíu, sem fengið
hefur heiðursmerki frá konungi
Stórabretlands ■— hann fékk Al.
berts heiðurspeninginn fyrir
hurgekki.
Sagan um hreystiverk „Ná-
búa“ er þannig: Hann hafði
verið tekinn fastur fyrir að
drepa nautgripi bænda og ríð-
andi lögreglumaður var á leið-
inni með hann í f jötrum til Dar-
win, höfuðborgar Norður-Ást-
ralíu. Mikil úrfelli höfðu verið
skömmu áður og ein fyrsta áin,
sem þeir þurftu að fara yfir,
var í vexti. „Nábúa“ tókst að
synda yfir, en þegar lögreglu-
maðurinn var kominn miðja leið,
kastaði straumurinn hesti hans
á hliðina. Við umbrot hestsins
til að rétta sig við, laust hann
einum hófinum í höfuð lögreglu-
mannsins, svo að hann rotaðist.
En þegar „Nábúi“ sá þetta,
stökk hann út í aftur, þótt hann
væri enn í fjötrum, og tókst
með snarræði sínu að bjarga
lögreglumanninum. Þetta bar
vott um mikla karlmennsku og
hugprýði, og honum voru gefn-
ar upp sakir, en Georg V. kon-'
ungur Stórabretlands sæmdi
hann áðurnefndum heiðurspen-
ingi fyrir afrekið. Eftir þetta
sneri Nábúi við blaðinu og var
skipaður opinber slóðrekjari.
Þess má geta honum til verð-
ugs heiðurs, að hann hefur unn-
ið lögreglunni mikilvægt hjálp-
arstarf í þessari stöðu.
Það eru lítil iíkindi til þess
að lögbrjótur sleppi, ef einhver
þessara ferilskyggnu blökku-:
manna kemst á slóð hans. Það
er til einskis að reyna að villa
um fyrir þeim, því þeir fara
ekki eingöngu eftir ummerkjum
á jörðunni.
Gott dæmi um það er eftir-
farandi atburður, sem gerðist
í Norður-Ástralíu. Þrjú hundr-
uð nautgripum hafði verið stol-
ið frá búgarði í Viktoríuár-hér-,
aði. Ræningjarnir ráku hjörð-
ina ^rfir óslétt, hæðótt land og
stefndu lengra inn í landið, Hálf-
ur mánuður leið áður en lög-
gæzlumaður héraðsins komst til
staðarins og hóf eftirförina.
Ræningjarnir voru kænir og
brögðóttir; kveiktu í kjarrskógi,
felldu tré og notuðu ýmsar aðr-
ar brellur til að villa um fyrir
leitarmönnum; auk þess kom
mikið úrfelli meðan lögreglu-
maðurinn var í eftirförinni.
Hann óttaðist fyrst, að ómögu-
legt yrði að halda slóðinni, en
„sporhundur" hans var á ann-,
arri skoðun. Hann fylgdi slóð-
inni hiklaust og örugglega um
óslétt og iilfært land, 250 km.
leið, að fjarlægum búgarði við
Útjaðar hins byggilega lands,
þar sem ræningjarnir voru í
óðaönn að breyta brennimark-
inu á stolnu nautgripunum!
Hvernig gat blökkumaður-
inn fylgt slóðinni ? Hreint og,
beint af því að hann var skyggn
að þessu leyti; með undur-
samlega þroskuðum skynfær-