Úrval - 01.08.1955, Qupperneq 53
FERILSKYGGNIR BLÖKKUMENN
51
síns einhversstaðar utan úr
kjarrskóginum. Þeir röktu slóð-
ina um hálfs kílómeters leið að
stóru, holu tré, en þar hvarf
hún inn í glufu á stofninum.
Þegar tréð var athugað betur,
kom í ljós, að þýfið, sem var
nokkur hundruð sterlingspunda
virði, var falið þarna! Sykur-
poki hafði rifnað og það var
uppgötvun mauranna á þessu
sem kom upp um þjófinn. Um
margra mánaða skeið eftir þetta
gafst þjófnum tækifæri til að
brjóta heilann um skarpskyggni
slóðskyggnu blökkumannanna
og óskeikula eðlisávísun maur-
anna!
Flestir bessara blökkumanna
hafa frábærlega gott minni
og þekkja hiklaust fótaför allra
kunningja sinna. Þessa merki-
legu sögu um leikni þeirra í
þessu tilliti sagði lögreglufor-
ingi í Norður-Ástralíu:
Einn dag var ég á ferð um
þéttan kjarrskóg með slóð-
skyggnum blökkumanni, er
hann stanzaði snögglega, benti
á jörðina og hrópaði æstur: „Ég
sé hérna för eftir föður minn
og líklega eftir móður mína!“
Lögregluforinginn kom ekki
auga á nokkurn skapaðan hlut,
þótt hinn fullvissaði hann um
að þarna væru fótspor foreldra
hans. Hann sagði meira að
segja, að þau væru að elta emú-
fugl.
Þeir fylgdu slóðinni og sann-
leikurinn kom brátt í ljós, því
eftir tveggja kílómetra göngu
gengu þeir fram á föður blökku-
mannsins og móður, er sátu við
bál og gæddu sér á nýsoðnu
emúkjöti!
Þetta dæmi um stálminni
þessa manns er enn merkilegra
fyrir það, að hann hafði ekki
séð foreldra sína í meira en
tíu ár!
Annað merkilegt dæmi um
,,fótafara-minni“ þessara feril-
skyggnu manna gerðist nrrri
frumbyggjasvæðinu á Pálma-
ey, nærri Townsville í Norður-
Queenslandi. Fimm frumbyggj-
ar höfðu myrt japanskan dreng,
en fyrir undursamlega hæfileika
blökkumanns eins, Murray King
að nafni, upplýstist morðið og
náðist í alla morðingjana.
Þrátt fyrir það að morðið
var framið fimm dögum áður
en leitin hófst og sjórinn hefði
þurrkað út spor morðingjanna í
fjörunni að mestu leyti, fylgdi
þessi maður lögreglunni beint
að líkinu, er falið hafði venð í
þéttu kjarri um hálfan liíló-
metra frá morðstaðnum. Af
ýmsum ummerkjum tókst
Murray King smámsaman að
komast að því hvernig morðið
var framið og lýsti fyrir lög-
reglmönnunum hvernig vesa-
lings drengurinn hefði verið
vinntur inn í kjarrskóginn,
kastað til jarðar og síðan verið
kyrktur.
Eftir nána athugun á fót-
sporum, er fundust nærri morð-
staðnum, tiltók blökkumaður-
inn nöfn á fimm frumbyggjum