Úrval - 01.08.1955, Qupperneq 56
54
tjRVAL
að með því að hægja á vextin-
um, ætti að vera hægt að lengja
ævina.
Vísindalegar tilraunir hafa
staðfest þessa ályktun. Ekki að-
eins smákrabbar (dafnia) og
aðrir hryggleysingjar, heldur
einnig rottur, sem á vaxtar-
skeiði sínu fengu svo lítið að
éta, að þau lifðu við stöðugan
sult, lifðu miklu lengur en dýr,
sem fengu nægan mat.
Bandaríski erfðafræðingurinn
T. M. Sonneborn hefur gert
einkar skemmtilega tilraun á
einni tegund flatorma, sem hef-
ur kynlausa æxlun: hann skipt-
ir sér í tvennt; annar parturinn,
sá fremri, er miklu stærri og
er taugakerfið og mestur hluti
meltingarfæranna í honum, en
hinn er aðeins hluti af halanum.
Til þess að verða að nýju dýri,
þarf fremri parturinn aðeins að
vaxa lítið, en út úr afturpart-
inurn verður að vaxa næstum
heill líkami. Sonneborn tók nú
framparta og afturparta og ól
þá hverja fyrir sig, og fylgdist
með þeim í nokkra kynslóðir.
Kom þá merkilegt fyrirbrigði í
Ijós: þótt ekki væri um neinn
erfðamun að ræða og báðir
flokkar væru aldir við sömu
lífskilyrði, þá þrifust bakhluta-
dýrin, sem uxu ört og mikið,
vel, en framhlutadýrin úrkynj-
uðust og dóu brátt út.
Annar vísindamaður, Albert
I. Lansing, gerði víðtækar til-
raunir á hjóldýrum (rotifera)
til þess að fá úr því skorið,
hvort afkvæmi ungrar, miðaldra
og gamallar móður væru jafn-
langlíf. Hjóldýrin eru örsmá
dýr, sem lifa í tjörnum, tæplega
sýnileg með berum augum. Nafn
sitt draga þau af því, að á fram-
enda þeirra er þéttur hringur
af bifhárum, og þegar þau
hreyfast, líkjast þau hjóli, sem
snýst.
Hjóldýrið er að samsetningu
býsna margbrotið dýr, þegar
tekið er tillit til þess hve lítið
það er, um 1000 frumur. Það
hefur frumstæðan heila, ljós-
næmt líffæri eða einskonar
auga, þroskuð meltingarfæri,
þvag- og kynfæri og vöðvafrum-
ur. Karldýrin, sem oft vantar
meltingarfærin og lifa aðeins
um einn sólarhring, eru ekki
nauðsynleg vegna tímgunarinn-
ar, því að eggin örfast til skipt-
ingar við snertingu vatnsins,
sem þau lifa í. Það er þannig
hægt að klekja út dýrum, sem
hafa sömu erfðaeiginleika og
alin eru upp við sömu lífsskil-
yrði.
Ævidagar flestra hjóldýra-
tegunda eru frá 7 til 28. Til
dæmis klekjast egg af tegund-
inni Philodina út á einum degi
við stofuhita. Ungarnir vaxa
síðan mjög ört, byrja að verpa
á fimmta degi og eru fullvaxn-
ir á sjötta degi. Að jafnaði eru
dýrin í blóma lífsins fram á
15. dag. Þá fara að sjást elli-
mörk á þeim, og 24 daga göm-
ul deyja þau flest.
Lansing gerir grein fyrir til-