Úrval - 01.08.1955, Side 58
56
tJR VAL
mæðra, sem eru í vexti, eldast
síðar en afkvæmi mæðra, sem
hættar eru að vaxa. Þær stað-
festu einnig það, sem menn
hafði lengi grunað, að greini-
legt samhengi er milli vaxtar-
ferlis og elliferlis.
Hjóldýratilraunirnar hafa
raunar einnig sýnt, að afkvæmi
gamalia mæðra ná æ fyrr há-
marksstærð, en að sú stærð fer
á hinn bóginn minnkandi með
hverri kynslóð. Þetta bendir til,
að í afkvæmum gamalla mæðra
sé eitthvað, sem flýtir ekki að-
eins fyrir ellinni, heldur flýtir
einnig fyrir vextinum fram að
vissu marki, en verður síðan
hemill á vöxtinn. Þessu er öfugt
farið um afkvæmi ungra hjól-
dýra: vaxtarskeið þeirra lengist
smámsaman og þau verða mjög
stór eftir nokkrar kynslóðir.
Allt bendir þetta í þá átt, að
elliferlið megi setja í samband
við eitthvert ákveðið efni, hvort
heldur það er nú svo, að mæð-
urnar safna með aldrinum í sig
einhverju eiturefni, eða að eitt-
hvert mikilvægt efni fer minnk-
andi eftir því sem þær eldast.
Ef til vill er það sem örvar vöxt-
inn, það sem er hemill á hann
og það sem flýtir fyrir ellihrörn-
uninni eitt og sama efnið, sem
hefur þessi mismunandi áhrif
í mismunandi styrkleika. Sum-
ar tilraunirnar gætu bent til
þess, að kalcíum komi hér eitt-
hvað við sögu; að minnsta
kosti lifa hjóldýrin miklu leng-
ur, ef kalcíum er eytt úr frum-
um þeirra.
Hjá mönnunum virðist ald-
ur móðurinnar einnig hafa áhrif
á lífdaga barnsins. Louis I. Dub-
lin í Bandaríkjunum og E. 0.
Jalavisto í Finnlandi hafa rann-
sakað þetta og telja sig hafa
komizt að raun um, að börn.
ungra foreldra nái að meðaltali
hærri aldri en börn gamalla for-
eldra.
Engin skyldi þó gera sér von-
ir um, að rneð þessum hjóldýra-
tilraunum hafi hurðin að ódauð-
leikanum verið opnuð í hálfa
gátt. En þær eru ögrun við þann
uppgjafaranda, sem telur von-
laust að hægt sé að hafa áhrif
á ellihrörnunina, og þær hljóta
að vera mönnum hvatning til
að herða leitina að eðli hennar
og orsökum.
0-0-0
Efnileg-ur nemandi.
Salómon var að fara yfir reikninga sína. „Sendirðu reikn-
ing til Jakobsens?" spurði hann son sinn.
„Já, pabbi,“ sv.araði sonurinn.
„Og bættirðu tveim skildingum við upphæðina áður en þú
sendir hann?“
„Já, tveim skildingum og þrem pensum.“
„Nú — af hverju þrem pensum?" spurði faðirinn.
„Það er fyrir burðargjaldi undir svarbréf okkar við kvörtun-
um hans út af of háu verði.“ Chicago Phoenix.