Úrval - 01.08.1955, Page 59
Spurning, sem lögð var fyrir íbúa
sveitakaupstaðar í Frakklandi:
Hvað finnst ykkur um aðrar þjóðir?
IJr „UNESCO Courier",
eftir Lucien Bemot og René Blancard.
Nouviíle er raunverulegur sveitaJcaupstaður í Fralcltlandi, en piS
munuð ekki finna hann á neinu landakorti. Það er dulnefni, notað
um' sérstakan frakkneskan kaupstað, þar sem sérfrœðingar frá
UNESCO og frá Ecole Pratique des Hautes Etudes í Paris gerðu
ítarlegar athuganir á hugmyndum fólksins og skoðunum þess. Tveir
þessara sérfrœðinga, Lucien Bernot og René Blancard, tóku sam-
an skýrslu um þessar rannsóknir: NOUVILLE, UN VILLAGE
FRANCAIS, sem UNESCO hefur gefið út í samvinnu við háskól-
ann í París. Það sem hér fer á eftir er tekið úr einum kafla skýrsl-
unnar, sem fjallar um skoðanir þorpsbúa á útlendingum.
EGAR bæjarstjórnin í Nou-
ville frétti, að von væri á
tveim mönnum frá UNESCO til
að kanna skoðanir bæjarbúa,
spurðu sumir f ulltrúanna:
„Hvað er UNESCO?“ Skoðun
flestra var, að UNESCO væri
„einn af þessum krógum Sam-
einuðu þjóðanna; alþjóðastofn-
un undir stjórn Ameríku.
manna."
Allir virtust telja víst, að við
hefðum nóga peninga. Þráfald-
lega vorum við spurðir: „Hver
kostar ykkur? Stjórnin? Ame-
ríkumenn?11 í einum bæjarhlut-
anum, þar sem við komum síð-
ast, var okkur venju fremur
fálega tekið. Nokkrir íbúanna
fréttu um okkur og spurðu bæj-
arfulltrúann hvað við værum að
gera. Hann sagði að við værum
fulltrúar einhverrar alþjóða-
stofnunar. Þá sagði einhver:
„Allt alþjóðavesen er rússneskt.
Það er eins gott að vara sig á
þessum náungum. Þeir eru á-
reiðanlega útsendarar frá Mosk-
vu.“
Yfirleitt má segja, að fyrst
eftir að við komum, hafi sú
skoðun verið mjög útbreidd
meðal bæjarbúa, að við værum
njósnarar. „Árið 1940 komu
svona menn til að spyrja okk-
ur. Og rétt á eftir kom stríðið.“
Þeir tala enn um slátrarann frá
Souzoir, sem seldi kjöt til bæj-
arins fyrir 1939 og reyndist
seinna vera njósnari fyrir naz-
ista; hann sást í þýzkum ein-
kennisbúningi á stríðsárun-
um. Þessi grunur hvarf þó brátt
eftir að farið var að skrifa um