Úrval - 01.08.1955, Side 63
Amerísk blaðakona fór nýlega til Evrópu til
.að kynna sér hvernig á því stendur, að
amerískir liermenn kvænast unnvörpum
evrópskum stúlkum.
Samanburður á evrópskum og amerískum eigiukonum.
Grein úr ,,Redbook“,
eftir Judith Crist.
EG fór nýlega til Evrópu til
þess, sem blaðamaður og
einnig sem eiginkona, að ganga
úr skugga um, hversvegna 250
amerískir hermenn kvænast á
mánuði hverjum evrópskum
stúlkum, og hversvegna þessi
hjónabönd hafa reynzt þrisvar
sinnum haldbetri en amerísk
hjónabönd, að því er skýrslur
herma.
Ég uppgötvaði, að staðreynd-
ir skipta meira máli í sambandi
við þessi hjónabönd en tölur.
Um helmingur þeirra hermanna,
sem kvænast erlendis, eru ein-
mitt að komast á giftingarald-
ur. Hinir eru þroskaðir menn,
sem kvænast erlendum stúlkum
af því að þeir hafa horft at-
hugulum augum á samband evr-
ópskra kvenna og karla, í til-
hugalífi, hjónabandi og fjöl-
skyldulífi, og hafa komið auga
á eitthvað, sem þeir höfðu ekki
fundið heima.
Liðsforingi, sem starfað hef-
ur um árabil bæði í Ameríku
og Evrópu og kynnzt náið per-
sónulegum vandamálum þús-
unda hermanna, komst svo að
orði við míg („enda þótt ame-
rískum konum muni sennilega
sárna við mig,“ skaut hann
inn í):
„Þegar karlmaður kvænist
heima, lofar hann að sjá fyrir
konunni það sem eftir er ævinn-
ar, veita henni ekki aðeins það
bezta sem hann hefur ráð á,
heldur betra en það, sem vinir
hans láta konum sínum í té.
Hann lofar því einnig, að upp
frá því skuli hann ekki svo mik-
ið sem brosa til annarrar konu.
Við þessu er ekkert að segja.
En hvað fær eiginmaðurinn í
staðinn, umfram „sérréttindin“
til náins sambands? Takið eft-
ir: hann fær að búa til morg-
unmatinn sinn sjálfur."
Liðsforinginn sýndi mér nið-
urstöður af athugun í þessa átt,
sem sýndu, að 60% amerískra
eiginmanna taka sjálfir til
morgunmat sinn meðan eigin-
konurnar kúra enn í rúminu.
„Hann býr við heimilishald
þar sem næstum allt gengur
fyrir vélum — sem hann verð-
ur sjálfur að kaupa,“ hélt hann