Úrval - 01.08.1955, Side 85
LÝST SKURÐAÐGERÐ Á LUNGA
83
aðstoðarlæknir, og réttir hon-
um hnífinn. Læknirinn lítur í
síðasta sinn á röntgenmyndirn-
ar af lunga frú Kristensson,
sem hanga fyrir framan hann,
þreifar eftir rifbeinunum,
bregður hnífnum á hörundið og
sker langan skurð frá síðunni
og aftur á mitt bak. Blóðið
sprettur fram og rennur yfir
hvítt hörundið. Franski lækn-
irinn er til taks. hann þurrkar
blóðið með stórum grisjuvöndl-
um, sem hjúkrunarkonan réttir
honum. Skurðlæknirinn dýpkar
skurðinn varlega. Það blæðir
meira úr hörundi ungs fólks en
gamals, segir hann við mig
lágri röddu. Hann leggur frá
sér hnífinn og tekur langa nál,
sem tengd er við rafmagn. Nál-
in hitnar og hann svíður með
henni æðaendana og stöðvar
þannig blóðrennslið.
Blóðrennslið hefur nú minnk-
að. Þá grípur hann hnífinn aft-
ur og sker nú gegnum fituvef
og vöðva. Nýjar æðar kubbast
sundur og hann verður aftur
að leggja frá sér hnífinn. Mest-
ur tími skurðaðgerðar fer í að
stöðva blóðrennslið. En nú er
ekki lengur hægt að svíða.
Hjúkrunarkona réttir lækninum
hvert áhaldið á fætur öðru;
mér sýnist þau líkjast mest
skærum, en það eru æða-
klemmur, sem eiga að loka
æðunum. Læknirinn heldur
áfram að skera, en staldrar
annað slagið við til að festa
æðaklemmur. Að lokum eru þær
orðnar svo margar, að ég kem
ekki tölu á þær. Nú byrjar
hann að losa þær aftur, en
bindur fyrir hverja æð með
silkiþræði í staðinn. Þessir
þræðir eru ekki teknir aftur,
þeir eru látnir vera og skiptir
miklu máli, að þeir séu vel
hnýttir.
Nú kemur yfirlæknirinn inn.
í hvítum tréskóm, hvítum bóm-
ullarbuxum, hvítri treyju, með
húfu og grisju fyrir vitunum.
Hann er færður í græna kirt-
ilinn, kryplaðan og dauðhreins-
aðan. Allt gengur hljótt fyrir
sér. Enginn hrekkur við, eftir-
væntingin vex ekki svo að
merkt verði. Hér er ekki á
ferðinni ,,ofurmenni“, sem allir
bera óttablandna lotningu fyr-
ir. Hann gengur til aðstoðar-
lækna sinna ræðir við þá í
hljóði og tekur við verkfærun-
um. Þetta er heldur ekki upp-
stilling fyrir æsandi kvikmynd
um „hvítklædda menn“. Það er
raunverulegur uppskurður, tafl
um líf og örlög einnar konu.
Hlutverk þessa hvítklædda fólks
er að leysa þetta verk af hendi
án þess að út af beri. Sú leikni,
sem fæst með langri æfingu,
léttir þeim starfið. Mest af því
er venjubundið, eins við hverja
aðgerð. Allir vinna hljóðlega og
fumlaust. En vaninn fær þó
aldrei að slæva athyglina and-
artak. Krafan um nákvæmni
og vakandi athygli er ósveigj-
anleg. Engar tvær skurðaðgerð-
ir ganga eins fyrir sér. Manns-