Úrval - 01.08.1955, Síða 86

Úrval - 01.08.1955, Síða 86
84 ÚRVAL líkaminn býr yfir mörgu óvæntu. Sjúkt líffæri getur ver- ið allt öðruvísi þegar að því er komið heldur en hin ná- kvæmasta rannsókn gaf til kynna. Og þá verður læknir- inn oft að taka skjótar ákvarð- anir. Yfirlæknirinn sker í gegnum hvert vefjarlagið á fætur öðru. Nú sé ég rifbeinin og þegar læknirinn sker í sundur lungna- himnuna. Aðstoðarlæknarnir bregða skjótt við og leggja hvítt lín yfir sárabarmana og festa það með töngum. Þær glenna út sárið svo að opið víkkar. Skurðlæknirinn vinnur eins og unnt er milli rifja. Það er vinnuaðferð, sem krefst mikill- ar leikni og kunnáttu. Frú Kristensson sefur djúp- um svefni. Með stuttu millibili mælir svæfingarlæknirinn blóð- þrýstinginn og æðaslögin. Þrúgusykursflaskan hefur nú verið fjarlægð, en blóðflaskan sett í staðinn. Blóðgjöf verður að fara fram allan tímann með- an á skurðaðgerðinni stendur og í nokkra sólarhringa á eftir. Blóðið seitlar jafnt og þétt inn í pípuna, sem stendur í æð í olnbogabótinni. Andartak verður dauðaþögn í skurðstofunni. Bert lungað blasir við okkur. Þessi út- blásni keppur, sem bærist í takt við tifið í öndunarvélinni, er í mínum augum sléttur og ljósrauður. Það ríkir svo djúp þögn, að ég finn, að nú er mikilvægasta stundin runnin upp. Svo lítur yfirlæknirinn á röntgenmyndirnar, hristir höf- uðið og segir stuttaralega: „Við verðum að taka allt blaðið!“ Þetta merkir, að skera verð- ur meira af lunga konunnar en ætlar hafði verið — allt efsta lungnablaðið. Bandvefur skipt- ir lungunum í blöð, vinstra lunganu í tvö blöð og hægra lunganu í þrjú blöð. Ég skil af samtali læknanna, að sem betur fer er sýkingin svo staðbundin, að unnt verður að skera burt allan hinn sjúka vef. En það er ekki alltaf hægt. Og þá verður eftir sýklahreið- ur, sem seinna getur vaxið og valdið því, að sjúkdómurinn brýst út að nýju. Oft er þessi sýkinjg þó svJo lítil, að hún læknast af sjálfri sér. Svæfingarlæknirinn hefur lagt við hlustir. Hann stígur upp á tröppu og horfir niður í skurðinn. Svo lítur hann á klukkuna, kinkar kolli til hjúkrunarkonunnar og fær nýja sprautu til að gefa sjúklingn- um. Flann þarf ekki að spyrja, hann veit af því sem hann heyrði, að aðgerðin mun taka lengri tíma en ráðgert hafði verið. Frú Kristensson þarf meiri svæfingarlyf. Áður en yfirlæknirinn byrj- ar aðgerðina á sjálfu lunganu, sýnir hann mér hvernig hinn sjúki hluti lungans er frábrugð- inn þeim heilbrigða. Hann er hrjúfur útlits, harður og með-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.