Úrval - 01.08.1955, Side 91

Úrval - 01.08.1955, Side 91
FÍDUSINN ER MlN FYLGIKONA! um handfangið og beygja fjöðr- ina. Þessi átök ollu sárum verkj- um í handleggs- og kviðvöðvum, sem var vísbending um að þess- ir vöðvar yrðu að stækka og styrkjast, ella . . . Fyrsta æfingin hjá mér gekk ágætlega, þangað til vinstra handfangið slapp úr greip mér. Fjöðrin hrökk til baka og hand- fangið flaug eins og fallbyssu- kúla þvert yfir svefnherbergið og sópaði með sér öllu, sem var á snyrtiborðinu, hárnálum, hvað þá öðru. Konan mín þreif af mér f jöðrina og sagði gröm: ,,Af hverju færðu þér ekki eitt- hvað meinlausara, t. d. hvell- byssu eða dós af hvellpúðri?" Göngumælir er bráðsniðugt tæki, sem ég fékk mér einu sinni, hann líktist úri, og sá sem gengur með hann, getur lesið af honum hve langt hann hefur gengið. Ég uppgötvaði, að með því að nota armbandsúrið mitt líka gat ég reiknað út göngu- hraða minn. Mér varð það brátt hin bezta skemmtun að mæla gönguhraða minn, en sú skemmtun fór því miður út í öfgar. Allar gönguferðir mínar urðu brátt tilraunir til að slá fyrri met mín í gönguhraða. Fólk góndi á mig þegar ég geystist framhjá, og einu sinni stöðvaði lögregluþjónn mig. Ef ég mælti mér mót við einhvern, var ég alltaf kominn löngu fyr- ir tímann. Á sunnudagsrnorgna var ég kominn til kirkju áður 8» en konan mín var komin þriðj- ung leiðarinnar. Þessi ósköp tóku loks enda þegar konunni minni varð á 1 slysni að mölbrjóta göngumæl- inn með hamri. Henni sýndist hún sjá mús hlaupa upp í aðra skálmina á buxunum mínum, greip hamarinn og ætlaði að rota músina, en svo illa vildi til, að göngumælirinn var í buxnavasanum. Til allrar ham- ingju var ég ekki í buxunum þá stundina. Ein tilraun mín skaut mér al- varlega skelk í bringu. Ég svar- aði auglýsingu um eitthvert nýtt undraefni, og tók auglýsandinn ábyrgð á því, að sá sem notaði það, þyrfti ekki framar að raka sig. Þetta var að sjá meinleys- islegt duft. í leiðarvísinum stóð, að það ætti að hræra það út í vatni og bera maukið í andlitið. Eftir eina mínútu mætti síðan skafa það af með bakkanum á borðhníf og færi þá skeggið með. Ég fylgdi leiðarvísinum ná- kvæmlega, en eitthvað fór öðruvísi en ætlað var. Maukið harnaði og áður en ég vissi af var andlitið á mér innmúrað í grjótharða hellu. Skelfileg inni- lokunarhræðsla greip mig, mér fannst eins og ég væri grafinn lifandi og í ofboði hljóp ég fram í eldhús þar sem konan mín var að taka til morgun- matinn. ,,Únk, únk,“ sagði ég og benti á andlit mér. Konan skildi undir eins hvaÁ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.