Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 95

Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 95
KONUNGUR FJALLANNA 93 ar, en af jakuxunum fengum við allt til fata, ull, leður í skó, mykju til eldsneytið, auk mjólk- ur og mjólkurafurða til matar. (Við vorum Búddatrúar og máttum því ekki borða kjötið af trúarlegum ástæðum). Eins og flestir Sérpar, bjuggum við í tvílyftu steinhúsi; neðri hæðin var fyrir skepnur, en sú efri fyrir fólkið. Ég man ennþá eftir lyktinni af skepnunum, þegar þær voru hýstar á vetuma, og ég man líka eftir háreystinni og reyknum uppi hjá okkur, þegar verið var að elda matinn, því að þrengslin voru mikii. En okkur leið vel og við vorum ánægð, af því að við þekktum ekki annað. Meðan uxamir vora á beit í fjallahlíðunum — ég rak stund- um hjörðina upp í 18 þús. feta hæð — starði ég löngum hug- fanginn á fjöllin, sem gnæfðu við himin umhverfis mig. Þarna voru Makalu, Lhotse, Nuptse, Ama Dablam, Gaurisankar, Cho Oyu, og hundruð annarra. Og yfir þeim öllum gnæfði Cho- molungma — fjallið Everest. „Enginn fugl getur flogið yfir það,“ sagði þjóðsagan. En það var vöknuð hjá mér þrá að klífa það. * Ég var orðinn tuttugu og eins árs þegar ég fór í fvrsta fjall- gönguleiðangurinn. Það var Ev- erestleiðangurinn 1935, undir forustu Englendingsins Erics Shiptons. Starfið var erfitt. Milli neðstu bækistöðvanna urðum við að bera 6U til 90 punda byrðar á bakinu, en begar ofar dró 55 punda byrðar. Og við fóram ekki aðeins eina ferð upp, heldur margar, upp og niður, upp og niður, vikum saman, unz allar birgðirnar voru komnar á áfangastað. En ég var vanur að bera þungar byrðar, eins og allir Sérpar. Þetta var fyrsti leiðangurinn minn, og mér kom því margt spánskt fyrir sjónir. Við feng- um sérstakan búning, skó og hlífðargleraugu. Við borðuðum kynlegan mat úr blikkdósum. Við notuðum prímusa og svefn- poka og margskonar annan út- búnað, sem ég hafði aldrei séð áður. Ég lærði líka margt að því er sjálfa f jallgönguna snerti. Drengur, sem var alinn upp í Solo Khumbu, var auðvitað van. ur snjó og jöklum, e'n nú kynnt- ist ég í fyrsta sinn raunveru- legri fjallgöngutækni: að nota kaðal, höggva spor með öxi, reisa og fella tjöld, og velja leið- ir, sem eru ekki aðeiiis fljót- farnar heldur líka öruggar. Það var að sjálfsögðu ekki mikið ábyrgðarstarf að vera að- stoðarburðarmaður. En ég vann af kappi og ég held að foringj- um leiðangursins hafi líkað vel við mig. Þar sem ég hafði engin óþægindi þó að komið væri í mikla hæð, var ég einn þeirrA burðarmanna, sem bar byrðar upp í 23 þús. feta hæð, en hærra hélt leiðangurinn ekki. Þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.