Úrval - 01.08.1955, Side 96
94
tJRVAL
hinir Sérparnir voru komnir í
þessa hæð, fannst þeim nóg um.
En mig langaði til að klífa
hærra. Ég gat ekki um annað
hugsað en að komast alla leið
upp á tind Everestfjallsins.
„Ég er ekki nema tuttugu
og eins árs,“ sagði ég við sjálf-
an mig. „Það verða farnir fleiri
leiðangrar. Og bráðum verð ég
fullgildur fjallamaður . . .“
*
Það voru farnir margir leið-
angrar næstu árin, — það voru
ekki einungis gerðar tilraunir
til að klífa Everest, heldur líka
mörg önnur fjöll í Himalaja-
fjallgarðinum. Og ég varð við-
urkenndur f jallamaður og eftir-
sóttur í leiðangra, sem höfðu
þörf fyrir burðarmenn.
Loks árið 1952 frétti ég að
Svisslendingar væru að undir-
búa nýjan Everestleiðangur og
vildu ráða mig sem sirdar, þ. e.
foringja burðarmannanna.
Margir gera sér ekki grein
fyrir í hverju starf Sérpanna
er fólgið í fjallgönguleiðöngr-
um. Við erum fyrst og fremst
burðarmenn. Við enim hreyknir
af því að geta borið þyngri byrð-
ar lengra og hærra en nokkrir
aðrir menn. Við erum ólíkir öðr-
um frumstæðum þjóðum að því
leyti, að við óttumst ekki fjöll-
in, og við höfum borið byrðar
yfir ísbreiður og skriðjökla, upp
brattar brekkur og þverhnípi,
og ekki látið bylji og snjóflóð
aftra okkur. Sérpar hafa komið
upp efstu bækistöðvunum í öll-
um meiri háttar Himalajaleið-
öngrum á þessari öld. Oft og
einatt höfum við líka klifið efsta
tindinn með leiðangursmönnun-
um.
En starf okkar er annað og
meira en að bera byrðar. Við
höfum lært svo mikið í sam-
bandi við fjallgöngur og fjall-
göngutækni á undanförnum ár-
um, að við getum aðstoðað leið-
angursmennina á annan hátt,
svo sem með því að velja leiðir
og heppilega staði fyrir bæki-
stöðvar. Við teljum það líka
skyldu okkar að annast hús-
bændur okkar. Við eldum mat-
inn handa þeim, hitum te og
lítum eftir tækjum þeirra. Og
við gerum þetta ekki sem þjón-
ar, heldur sem félagar, því að
við höfum ánægju af starfinu.
Við erum alls ekki venjulegir
burðarmenn, enda er langt síð-
an að við höfum verið kallaðir
því nafni.
Ég valdi 13 hrausta menn,
og snemma vors lögðum við af
stað til móts við leiðangurs-
mennina í Katmandu, höfuðborg
Nepals. Fyrri leiðangrar höfðu
ávallt klifið norðurhlið Ever-
ests, frá Tíbet. En nú höfðu
Kínverjar lokað landinu og
bannað leiðangursferðir um það,
svo að Svisslendingar urðu að
leggja í f jallið sunnanmegin, frá.
Nepal.
Þekktasti maðurinn í sviss-
neska leiðangrinum var Ray-
mond Lambert, frægur fyrir