Úrval - 01.08.1955, Page 96

Úrval - 01.08.1955, Page 96
94 tJRVAL hinir Sérparnir voru komnir í þessa hæð, fannst þeim nóg um. En mig langaði til að klífa hærra. Ég gat ekki um annað hugsað en að komast alla leið upp á tind Everestfjallsins. „Ég er ekki nema tuttugu og eins árs,“ sagði ég við sjálf- an mig. „Það verða farnir fleiri leiðangrar. Og bráðum verð ég fullgildur fjallamaður . . .“ * Það voru farnir margir leið- angrar næstu árin, — það voru ekki einungis gerðar tilraunir til að klífa Everest, heldur líka mörg önnur fjöll í Himalaja- fjallgarðinum. Og ég varð við- urkenndur f jallamaður og eftir- sóttur í leiðangra, sem höfðu þörf fyrir burðarmenn. Loks árið 1952 frétti ég að Svisslendingar væru að undir- búa nýjan Everestleiðangur og vildu ráða mig sem sirdar, þ. e. foringja burðarmannanna. Margir gera sér ekki grein fyrir í hverju starf Sérpanna er fólgið í fjallgönguleiðöngr- um. Við erum fyrst og fremst burðarmenn. Við enim hreyknir af því að geta borið þyngri byrð- ar lengra og hærra en nokkrir aðrir menn. Við erum ólíkir öðr- um frumstæðum þjóðum að því leyti, að við óttumst ekki fjöll- in, og við höfum borið byrðar yfir ísbreiður og skriðjökla, upp brattar brekkur og þverhnípi, og ekki látið bylji og snjóflóð aftra okkur. Sérpar hafa komið upp efstu bækistöðvunum í öll- um meiri háttar Himalajaleið- öngrum á þessari öld. Oft og einatt höfum við líka klifið efsta tindinn með leiðangursmönnun- um. En starf okkar er annað og meira en að bera byrðar. Við höfum lært svo mikið í sam- bandi við fjallgöngur og fjall- göngutækni á undanförnum ár- um, að við getum aðstoðað leið- angursmennina á annan hátt, svo sem með því að velja leiðir og heppilega staði fyrir bæki- stöðvar. Við teljum það líka skyldu okkar að annast hús- bændur okkar. Við eldum mat- inn handa þeim, hitum te og lítum eftir tækjum þeirra. Og við gerum þetta ekki sem þjón- ar, heldur sem félagar, því að við höfum ánægju af starfinu. Við erum alls ekki venjulegir burðarmenn, enda er langt síð- an að við höfum verið kallaðir því nafni. Ég valdi 13 hrausta menn, og snemma vors lögðum við af stað til móts við leiðangurs- mennina í Katmandu, höfuðborg Nepals. Fyrri leiðangrar höfðu ávallt klifið norðurhlið Ever- ests, frá Tíbet. En nú höfðu Kínverjar lokað landinu og bannað leiðangursferðir um það, svo að Svisslendingar urðu að leggja í f jallið sunnanmegin, frá. Nepal. Þekktasti maðurinn í sviss- neska leiðangrinum var Ray- mond Lambert, frægur fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.