Úrval - 01.08.1955, Page 97

Úrval - 01.08.1955, Page 97
KONUNGUR FJALLANNA 95 fjallgöngur í Alpafjöllum. Við urðum brátt góðir vinir. Sérp- arnir kunnu vel við Svisslend- ingana, þeim líkaði betur við bá en nokkra aðra vestræna þjóð; en þeir voru sérstaklega hrifnir af Lambert. Þegar við staðnæmdumst hjá Thyang- bloche-klaustrinu, sem er í 12 þús. feta hæð, færðu lamaprest- arnir okkur te, sem bætt var með súru og söltu smjöri. Ég hef sjaldan hitt vesturlanda- mann, sem hefur getað drukkið þetta te; enda áttu flestir leið- angursmennirnir sýnilega erfitt með að koma því niður, þótt þeir reyndu það til þess að móðga ekki gestgjafa okkar. En Lambert renndi ekki aðeins úr sínum bolla, heldur tæmdi líka brosandi bolla félaga sinna. Hinn 22. apríl reistum við neðstu bækistöðvarnar á Khum- bujöklinum í 16,570 feta hæð. Skammt fyrir ofan okkur reis heljarmikill ísveggur, en þar fyrir ofan var Lho La-skarðið, sem liggur yfir fjallið til Tíbet. Til hægri handar var gilið milli snarbrattra hlíða Everest og Nuptse; það var fullt af ísruðn- ingi, sem náði alla leið niður að jöklinum. Þessa leið höfðu Bretar valið árið áður og mis- tekizt; þessa leið urðum við líka að fara — og við urðum að sigra. Ég fór mér hægt upp ísruðn- inginn. Það var eins og að feta sig gegnum hvítan frumskóg. Og leiðin var líka hættuleg, því að allstaðar voru ísdrangar, sem gátu hrunið, og djúpar, snævi- þaktar gjár, sem maður gat hrapað í. En við mjökuðumst upp á við. Þegar við vorum komnir næst- um alla leið upp ísruðninginn, varð fyrir okkur stóra sprung- an, sem hafði stöðvað Bretana árið áður. Þetta var hræðileg gjá. Hún var svo breið, að eng- in leið var að stökkva yfir hana, og svo djúp, að ekki sá til botns. Og hún náði þvert yfir gilið. Svisslendingarnir gengu fram og aftur meðfram sprungunni. Þeir athuguðu hana nákvæm- lega. Þeim datt í hug, að ef til vill væri mögulegt að sveifla kaðli yfir hana, og einn af yngri leiðangursmönnunum var lát- inn síga niður í sprunguna til þess að gera tilraunina. En til- raunin mistókst. Maðurinn sveiflaðist eins og pendúll yfir að hinum gjárbarminum, en ís- inn var svo sléttur og háll, að engin leið var að ná taki á hon- um. En Svisslendingarnir gáfust ekki upp. Á einum stað í gjánni, um 60 fetum fyrri neðan brún- ina, komu þeir auga á syllu, sem ef til vill var hægt að fika sig eftir yfir að hinum gjáveggn- um. Sami hugrakki Svisslend- ingurinn lagði í þessa hættuför. Honum tókst að komast eftir syllunni, og eftir mikla erfið- leika komst hann loks upp á. brúnina hinum megin. Þetta var hreinasta glæfra-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.