Úrval - 01.08.1955, Page 101

Úrval - 01.08.1955, Page 101
KONUNGUR FJALLANNA 99 ■er einmitt þess vegna að okkur er svo nauðsynlegt að fá þig,“ sagði hann. „Það getur enginn stjórnað burðarmönnunum eins vel og þú, og ef þú ert með í leiðangrinum, er engin hætta á ósamkomulagi.“ „Ég tek ákvörðun mína innan skamms.“ Svo var líka annað vandamál. Ég hef klifið meira með Bret- um en mönnum af nokkurri ann- ari þjóð. Ég hef lært mál þeirra og mér hefur liðið vel hjá þeim. Sumir beztu vinir mínir eru Bretar. En engu að síður verð- ur að viðurkenna þá staðreynd, að Bretar eru flestum mönnum formfastari og fálátari. Þeir gera ótvíræðan greinarmun á hjúi og húsbónda. „Já, nú er úr vöndu að ráða,“ sagði ég við sjálfan mig. „En geri ég ekki of mikið úr þessu? Og hvernig verður mér innan- brjósts, ef Bretar sigrast á Ev- erest og ég verð ekki með í leið- angrinum?“ Ég hugsaði svo mikið um þetta mál, að ég gat varla sofið á næturnar. Loks ákvað ég að fara. En þó að ég hefði sjálfur tek- ið ákvörðun, var björninn ekki unninn. Konan mín var á ann- arri skoðun. „Þú ert ekki nógu hraustur,“ sagði hún. „Þér versnar eða þú ferð þér að voða á jöklinum. Þú teflir of mikið á tvær hættur.“ „Ég fæ laun fyrir starf mitt. Ég verð að vinna fyrir þeim.“ „Þú hugsar hvorki um mig né börnin,“ sagði hún, „eða hvað yrði um okkur, ef þú féllir frá.“ „Auðvitað hugsa ég um ykk- ur, kona. En þetta er starf mitt — líf mitt. Þú sérð um heim- ilið og ég skipti mér ekki af því, en þegar Everest er annars vegar, þá læt ég ekki neinn hafa áhrif á mig. Ef ég á að deyja, þá vil ég heldur deyja uppi á Everestfjalli en heima.“ Þegar henni var ljóst, að mér varð ekki þokað, hætti hún öll- um tilraunum að aftra mér. Ég aðstoðaði við val Sérp- anna. Það var 20 manna flokk- ur, allt þaulvanir fjallamenn, sem allir höfðu tekið þátt í Ev- erestleiðöngrum áður. Þannig var ég aftur orðinn sirdar — og varð að glíma við þann vanda, sem þeirri stöðu fylgir. Ég varð að vera í senn f jallgöngumaður og burðarmað- ur, hjá því varð ekki komizt. En ég hefði viljað vinna hvaða verk sem var til þess að fá að fljóta með í Everestleiðangrin- um — jafnvel þó að ég hefði orðið að þvo upp diska. Ég fór að þjálfa mig af kappi, eins og ég var alltaf vanur að gera, þegar meiriháttar leið- angrar voru í vændum. Ég fór snemma á fætur á morgnana, fyllti bakpokann minn af grjóti og þrammaði upp og niður hæð eina í nágrenninu. Ég hvorki reykti né drakk og forðaðist öll samkvæmi, sem ég hef þó yfir-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.