Úrval - 01.08.1955, Page 104

Úrval - 01.08.1955, Page 104
102 ÚRVAL Hillary að taka við. En þá áttu þeir að vera búnir að reisa ní- undu bækistöðina eins hátt og þeir kæmu henni, og þaðan átt- um við að gera lokaáhlaupið. Við stóðum því miklu betur að vígi en þeir. Hinn 23. maí lagði flokkur Bourdillons og Evans af stað. Og daginn eftir héldum við Hil- lary og aðstoðarmenn okkar á eftir þeim. Við vorum um nóttina í sjö- undu bækistöðinni, en þar voru nokkrir menn fyrir. En í átt- undu bækistöðinni var aðeins einn maður. Það var Sérpi að nafni Balu — Björninn. Hann var annar af tveim Sérpum úr flokki Hunts, en hafði ekki treyst sér að fara hærra. Hunt og hinn Sérpinn höfðu haldið áfram og borið eins þungar byrðar og þeir framast gátu. Skömmu seinna komum við auga á Hunt og Sérpann. Þeir voru á leið niður, alveg ör- magna. Hunt Iagðist fyrir í nokkrar mínútur, og ég gaf hon- um heitan sítrónusafa og hjálp- aði honum inn í tjald. Þegar hann hafði hvílst stundarkorn, sagði hann okkur að þeir hefðu komizt upp í 27.350 feta hæð og hefðu skilið þar eftir birgðir handa okkur. Meðal þeirra voru súrefnisgeymarnir, sem þeir höfðu notað á leiðinni upp eftir. Þeir voru svona aðframkomnir, af því, að þeir voru súrefnis- lausir. Síðan biðum við þarna á öm- urlegri auðninni eftir þeim Bourdillon og Evans. Við biðum — horfðum upp' eftir fjallinu. Biðum og horfð- um. Loks sáum við tvo menn koma niður fönnina. „Þeim hef- ur ekki tekizt það,“ hugsaði ég með mér. „Þeir myndu þá ekki koma svona snemma." Við hröð- uðum okkur til móts við þá, og þeir voru svo uppgefnir, að þeir máttu varla mæla. Nei, þeir höfðu ekki komizt upp á tind- inn. Þeir höfðu komizt upp á Suðurtindinn, hærra en nokkur maður hafði klifið til þessa. En hærra höfðu þeir ekki komizt. Seinna, þegar þeir voru búnir að jafna sig dálítið, spurðum við þá margs um leiðina og erfið- leikana, sem urðu á vegi þeirra. Þeir reyndu að hjálpa okkur eftir beztu getu, enda þótt þeir væru ákaflega máttfarnir. „Svona eru fjallamenn alltaf,“ sagði ég við sjálfan mig. „Svona gera fjöllin mennina mikla.“ Það var einungis vegna starfs þeirra og fórna, að við Hillary gátum gert tilraun til að klífa tindinn. Við vorum tíu saman um nóttina í þrem tjöldum. Við Hil- lary áttum að leggja upp snemma næsta morguns, en stormurinn, sem ávallt næddi um fjallið, virtist færast í auk- ana með nóttinni. f dögun var komið ofsarok. Það var til- gangslaust að hugsa til hreyf- ings. Við urðum að bíða og vona að storminn lægði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.