Úrval - 01.08.1955, Side 106
104
TÍKVAL
inu, en loks komum við tjald-
inu upp og skriðum inn í það.
Við ræddum um hvernig við
skyldum haga göngunni daginn
eftir; síðan önduðum við að
okkur ,,nætur-súrefninu“ (minna
magni) og reyndum að sofna.
Þótt við hefðum æðardúns-
svefnpoka, vorum við í öllum
fötum, og ég var með svissnesku
hreinskinnsskóna á fótunum.
Flestir fjallgöngumenn fara úr
skónum á næturnar, af því að
þeir telja að það örvi blóðrás-
ina í fótunum. Hillary fór því
úr skónum og lagði þá hjá
svefnpokanum.
Klukkustundirnar liðu. Ég
blundaði og vaknaði, blundaði
og vaknaði. I hvert skipti sem
ég vaknaði, lagði ég við hlust-
irnar. Um miðnætti var komið
logn.
29. maí . . . Um klukkan
hálffjögur um morguninn fór-
um við á stjá. Ég kveikti á prím-
usnum og bræddi snjó í sítrónu-
safa og kaffi, og við borðuðum
dálítið. Það var blæjalogn. Þeg-
ar við litum út um tjaldopið,
sáum við að veðrið var kyrrt
og bjart. „Guð föður míns og
móður minnar,“ bað ég með
sjálfum mér, „vertu okkur hlið-
hollur í dag.“
En við urðum strax fyrir ó-
happi. Skór Hillarys höfðu gadd-
að um nóttina og voru nú eins
og tvö svört jámstykki. Við
urðum að þíða þá yfir prímusn-
um og hnoða þá í heilan klukku-
tíma, þar til tjaldið var orðið
fullt af sviðalykt og við másandi
og blásandi, eins og við værum
þegar farnir að klífa tindinn.
Ég var stoltur af því, að þenn-
an dag var ég í sokkum sem
konan mín, Ang Lahmu, hafði
prjónað. Og um hálsinn hafði
ég rauðan trefil, sem Raymond
Lambert átti áður. Hann gaf
mér hann í haustleiðangrinum,
brosti um leið og sagði: „Það
getur verið að þú getir notað
hann einhverntíma.“
Klukkan hálf sjö skriðum við
út úr tjaldinu. Það var heið-
skírt og logn. Við hpfðum sett
á okkur þrenna vettlinga — úr
silki, ull og vindþéttu efni —
og síðan festum við mannbrodd-
ana á skóna og sveifluðum 40
punda þungum súrefnistækjun-
um á bakið. Fjórir fánar voru
vafðir þétt utan um ísöxina
mína — fáni Sameinuðu þjóð-
anna, Bretlands, Nepals og Ind-
lands. Og í jakkavasa mínum
var blýantsstúfur dóttur minn-
ar.
„Tilbúinn?"
„Ali cháh, tilbúinn.“
Og við lögðum af stað.
Skór Hillarys voru enn óbjál-
ir og honum var kalt á fótun-
um. Hann bað mig því að fara
á undan. Von bráðar hitnaði
Hillary á fótunum og eftir það
skiptumst við á um forustuna.
Nokkru fyrir neðan Suður-
tindinn breikkaði hálsinn sem
leið okkar lá eftir og andspænis
okkur reis snarbrött fann-
brekka. Það var næstum eins