Úrval - 01.08.1955, Side 107

Úrval - 01.08.1955, Side 107
KONUNGUR FJALLANNA 105- og við værum að klífa hvítan, lóðréttan vegg. Verst var að snjórinn var svo laus, að hann rann undan fótum okkar — og við með honum — þar til ég fór að hugsa með mér: „Næst rennur snjórinn áfram niður hlíðina og við hröpum alla leið niður að fjallsrótum." Að mínu áliti var þetta erfiðasti kaflinn á allri leiðinni. Hárin rísa á höfði mínu, þegar ég hugsa um þennan stað. Loks komumst við upp brekk- una og klukkan níu stóðum við uppi á Suðurtindinum. Við hvíld- um okkur í tíu mínútur og virt- um fyrir okkur það sem við átt- um ófarið. Það var ekki langur spölur — aðeins 300 feta lang- ur háls — en hann var mjór og brattur. Til vinstri var 8000 feta hengiflug, en á hægri hönd slúttu snjóhengjur fram af brúninni, 10000 fetum fyrir ofan Kangshungjökulinn. Hægt og hægt mjökuðumst við upp á við, unz við komum að síðasta, alvarlega farartálm- anum. Það var klettabelti, sem lá þvert yfir hálsinn. Eina leiðin var að reyna að krækja fyrir klettabeltið innanvert við snjóhengjuna, sem slútti þarna fram yfir hengiflugið. Hillary var á undan og tókst með hægð og gætni að klifra upp á eins- konar syllu. Meðan hann var að klifra, varð hann að spyrna með fótunum í snjóhengjuna, og ég grátbað hann að fara varlega, því að ég var hræddur um að hengjan kynni að bresta. Sem betur fór komst Hillary heill á húfi upp á brúnina. Síðan hélt hann við kaðalinn og ég klifraði upp á eftir honum. Við hvíldum okkur um stund á brúninni og soguðum hægt að okkur súrefnið. Ég leit upp. Tindurinn var rétt hjá okkur, og ég fékk hjartslátt af tauga- æsingi og fögnuði. Um hundrað fet frá tindinum var snjólaus blettur, aðeins bert grjótið. Ég tók upp tvær steinvölur og stakk þeim í vasa minn. Ég ætlaði að eiga þær til minja, þegar ég væri komin niður aft- ur. Síðan tóku við nokkrir fann- hnjúkar og við fórum að spyrja sjálfa okkur, hvenær við mynd- um koma að þeim síðasta. Loks vorum við komnir framhjá hnjúkunum og við okkur blasti heiður himinninn og brúnleit flatneskja. Við horfðum niður hina fjallshlíðina og yfir Tíbet. Framundan var aðeins einn hnjúkur enn — sá síðasti. Ég hef hugsað mikið um það sem ég ætla að segia núna: hvernig við Hillary klifum upp á hátind Everestfjallsins. Seinna, þegar við komum til byggða, voru uppi mikiar og fá- víslegar bollaleggingar um hver hefði orðið á undan. Þegar við vorum komnir til Katmandu, undirrituðum við Hillary yfir- lýsingu, á þá leið, að við hefðum verið næstum jafnir upp á tind- inn. En fólk hélt áfram að spyrja. Það fór að fetta fingur-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.