Úrval - 01.08.1955, Síða 107
KONUNGUR FJALLANNA
105-
og við værum að klífa hvítan,
lóðréttan vegg. Verst var að
snjórinn var svo laus, að hann
rann undan fótum okkar — og
við með honum — þar til ég
fór að hugsa með mér: „Næst
rennur snjórinn áfram niður
hlíðina og við hröpum alla leið
niður að fjallsrótum." Að mínu
áliti var þetta erfiðasti kaflinn
á allri leiðinni. Hárin rísa á
höfði mínu, þegar ég hugsa um
þennan stað.
Loks komumst við upp brekk-
una og klukkan níu stóðum við
uppi á Suðurtindinum. Við hvíld-
um okkur í tíu mínútur og virt-
um fyrir okkur það sem við átt-
um ófarið. Það var ekki langur
spölur — aðeins 300 feta lang-
ur háls — en hann var mjór
og brattur. Til vinstri var 8000
feta hengiflug, en á hægri hönd
slúttu snjóhengjur fram af
brúninni, 10000 fetum fyrir ofan
Kangshungjökulinn.
Hægt og hægt mjökuðumst
við upp á við, unz við komum
að síðasta, alvarlega farartálm-
anum. Það var klettabelti, sem
lá þvert yfir hálsinn. Eina
leiðin var að reyna að krækja
fyrir klettabeltið innanvert við
snjóhengjuna, sem slútti þarna
fram yfir hengiflugið. Hillary
var á undan og tókst með hægð
og gætni að klifra upp á eins-
konar syllu. Meðan hann var að
klifra, varð hann að spyrna með
fótunum í snjóhengjuna, og ég
grátbað hann að fara varlega,
því að ég var hræddur um að
hengjan kynni að bresta. Sem
betur fór komst Hillary heill
á húfi upp á brúnina. Síðan
hélt hann við kaðalinn og ég
klifraði upp á eftir honum.
Við hvíldum okkur um stund
á brúninni og soguðum hægt að
okkur súrefnið. Ég leit upp.
Tindurinn var rétt hjá okkur,
og ég fékk hjartslátt af tauga-
æsingi og fögnuði. Um hundrað
fet frá tindinum var snjólaus
blettur, aðeins bert grjótið. Ég
tók upp tvær steinvölur og
stakk þeim í vasa minn. Ég
ætlaði að eiga þær til minja,
þegar ég væri komin niður aft-
ur. Síðan tóku við nokkrir fann-
hnjúkar og við fórum að spyrja
sjálfa okkur, hvenær við mynd-
um koma að þeim síðasta. Loks
vorum við komnir framhjá
hnjúkunum og við okkur blasti
heiður himinninn og brúnleit
flatneskja. Við horfðum niður
hina fjallshlíðina og yfir Tíbet.
Framundan var aðeins einn
hnjúkur enn — sá síðasti.
Ég hef hugsað mikið um það
sem ég ætla að segia núna:
hvernig við Hillary klifum upp
á hátind Everestfjallsins.
Seinna, þegar við komum til
byggða, voru uppi mikiar og fá-
víslegar bollaleggingar um hver
hefði orðið á undan. Þegar við
vorum komnir til Katmandu,
undirrituðum við Hillary yfir-
lýsingu, á þá leið, að við hefðum
verið næstum jafnir upp á tind-
inn. En fólk hélt áfram að
spyrja. Það fór að fetta fingur-