Úrval - 01.08.1955, Side 109
KONUNGUR FJALLANNA
107
ekki frá súrefninu, fyrr en við
lögðum af stað niður.
Hillary tók upp myndavélina,
sem hann hafði borið innan-
klæða, ég losaði um fánana á
öxinni og Hillary tók myndina.
Ég gerði honum skiljanlegt, að
ég ætlaði að taka aðra mynd af
honum, en hann hristi höfuðið;
hann kærði sig ekki um það
af einhverjum ástæðum. I stað
þess fór hann að taka myndir
ofan af tindinum í allar áttir,
En á meðan lauk ég öðru verki,
sem ég átti ógert. Ég tók lítinn
brjóstsykurspoka úr vasa mín-
um, ásamt blýantsstúf Nimu
dóttur minnar. Ég krafsaði holu
í fönnina og lagði þessa hluti
þar. Hillary sá hvað ég var að
gera. Hann rétti mér lítinn
kross, sem Hunt hafði gefið
honum, og ég lagði krossinn líka
í holuna. „Heima bjóðum við
vinum okkar sælgæti," sagði ég
við sjálfan mig. ,,Mér hefur allt-
af þótt vænt um Everest, og
nú er hann líka svo nálægt mér.“
Um leið og ég huldi fórnargjöf-
ina með snjó, bað ég hljóða bæn.
Síðan sagði ég við fjallið :
,,Tuji che, Chomolungma. Ég
þakka þér . . .“
Við höfðum verið næstum 15
mínútur uppi á tindinum. Við
urðum að fara að leggja af stað
niður aftur. Við litum einu sinni
enn í kringum okkur. Ég vafði
rauða treflinum, sem Lambert
hafði gefið mér, þétt um háls-
inn. „Ég ætla að senda honum
trefilinn, þegar ég kem heim,“
hugsaði ég með mér. (Og ég
gerði það).
Það sem hreif mig mest á
þessari stundu, var hve mjög
ég fann til nálægðar guðs. Ég
þakkaði honum af öllu hjarta.
Þegar við lögðum af stað ofan
af tindinum, bað ég hann, sem
hafði gefið okkur sigurinn, að
vernda okkur, svo að við kæm-
umst lifandi niður af fjallinu.