Úrval - 01.08.1955, Síða 109

Úrval - 01.08.1955, Síða 109
KONUNGUR FJALLANNA 107 ekki frá súrefninu, fyrr en við lögðum af stað niður. Hillary tók upp myndavélina, sem hann hafði borið innan- klæða, ég losaði um fánana á öxinni og Hillary tók myndina. Ég gerði honum skiljanlegt, að ég ætlaði að taka aðra mynd af honum, en hann hristi höfuðið; hann kærði sig ekki um það af einhverjum ástæðum. I stað þess fór hann að taka myndir ofan af tindinum í allar áttir, En á meðan lauk ég öðru verki, sem ég átti ógert. Ég tók lítinn brjóstsykurspoka úr vasa mín- um, ásamt blýantsstúf Nimu dóttur minnar. Ég krafsaði holu í fönnina og lagði þessa hluti þar. Hillary sá hvað ég var að gera. Hann rétti mér lítinn kross, sem Hunt hafði gefið honum, og ég lagði krossinn líka í holuna. „Heima bjóðum við vinum okkar sælgæti," sagði ég við sjálfan mig. ,,Mér hefur allt- af þótt vænt um Everest, og nú er hann líka svo nálægt mér.“ Um leið og ég huldi fórnargjöf- ina með snjó, bað ég hljóða bæn. Síðan sagði ég við fjallið : ,,Tuji che, Chomolungma. Ég þakka þér . . .“ Við höfðum verið næstum 15 mínútur uppi á tindinum. Við urðum að fara að leggja af stað niður aftur. Við litum einu sinni enn í kringum okkur. Ég vafði rauða treflinum, sem Lambert hafði gefið mér, þétt um háls- inn. „Ég ætla að senda honum trefilinn, þegar ég kem heim,“ hugsaði ég með mér. (Og ég gerði það). Það sem hreif mig mest á þessari stundu, var hve mjög ég fann til nálægðar guðs. Ég þakkaði honum af öllu hjarta. Þegar við lögðum af stað ofan af tindinum, bað ég hann, sem hafði gefið okkur sigurinn, að vernda okkur, svo að við kæm- umst lifandi niður af fjallinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.