Úrval - 01.08.1955, Síða 110
108
tJRVAL
Enda þótt við vildum vera
sem fljótastir niður fjallið, fór-
um við hægt og gætilega. Við
vorum orðnir þreyttir og því
ekki eins öruggir í hreyfingum,
og flest fjallgönguslys koma
fyrir á niðurleið, þegar menn
eru þreyttir eða kærulausir. Við
mjökuðumst niður á við fet fyr-
ir fet, og fórum yfirleitt slóð-
ina frá því um morguninn.
Um klukkan tvö vorum við
komnir að tjaldinu, og þar héld-
um við okkur um stund. Síðan
héldum við áfram. Brátt kom-
um við auga á tjöldin á öxlinni
og litla díla umhverfis þau.
Smámsaman urðu tjöldin og díl-
arnir stærri. Lowe kom á móti
okkur ásamt félögum sínum.
Hann faðmaði okkur að sér, gaf
okkur heitt kaffi, og þeir fé-
lagar studdu okkur síðan niður
að áttundu bækistöðinni. Það
var orðið dimmt og kalt í veðri,
og við vorum aðframkomnir af
þreytu. Við vorum þarna í tjaldi
um nóttina.
Daginn eftir var aftur komið
ágætisveður. Við vorum enn
þreyttir og máttfarnir eftir
þriggja daga göngu í hinni
miklu hæð, en við vorum samt
glaðir og ánægðir, þegar við
lögðum upp í hina löngu ferð
niður Suðuröxlina.
I efstu bækistöðvunum, þeirri
sjöundu, sjöttu og fimmtu, voru
aðeins fáir menn fyrir. En í
fjórðu bækistöðinni voru flest-
ir leiðangursmannanna. Þegar
þeir komu á móti okkur, sýnd-
um við í f yrstu engin merki þess
að för okkar hefði heppnazt.
En þegar ekki voru nema fimm-
tíu metrar á milli okkar, gat
Lowe ekki setið á sér lengur.
Hann gaf merki með öðrum
þumalfingrinum og benti með
ísöxinni á fjallstindinn. Þá hóf-
ust svo mikil fagnaðarlæti, að
önnur eins hafa aldrei átt sér
stað í sögu Himalajaf jalla. Hunt
faðmaði okkur Hillary að sér.
Ég faðmaði Evans. Allir föðm-
uðust. Er það satt? Er það
satt?“ endurtók Hunt hvað eft-
ir annað. Og svo faðmaði hann
mig aftur að sér. Ef einhverjir
hefðu verið áhorfendur að þess-
um fagnaðarfundi, hefðu þeir
ekki getað greint á milli hús-
bænda og þjóna. Við vorum all-
ir fjallamenn, við höfðum klif-
ið fjallið okkar.
Daginn eftir hélt ég niður
ísruðninginn, alla leið niður að
neðstu bækistöðinni. „Nú er ég
frjáls,“ sagði ég í sífellu við
sjálfan mig. ,,Nú er ég laus við
Everest." Það var gott, að ég
vissi ekki þá hve hrapalega mér
skjátlaðist.
*
Það hafði þegar gerzt ýmis-
legt, sem olli síðar miklum ýf-
ingum. Indverska útvarpið hafði
birt þá skrögsögu, að leiðangur.
inn hefði misheppnazt. Nú voru
sannar fréttir sendar á dulmáli
til brezka sendiherrans, en hann
sendi þær áfram til London og
skýrði engum öðrum frá leynd-
armálinu í heilan dag. Ég býst