Úrval - 01.08.1955, Qupperneq 110

Úrval - 01.08.1955, Qupperneq 110
108 tJRVAL Enda þótt við vildum vera sem fljótastir niður fjallið, fór- um við hægt og gætilega. Við vorum orðnir þreyttir og því ekki eins öruggir í hreyfingum, og flest fjallgönguslys koma fyrir á niðurleið, þegar menn eru þreyttir eða kærulausir. Við mjökuðumst niður á við fet fyr- ir fet, og fórum yfirleitt slóð- ina frá því um morguninn. Um klukkan tvö vorum við komnir að tjaldinu, og þar héld- um við okkur um stund. Síðan héldum við áfram. Brátt kom- um við auga á tjöldin á öxlinni og litla díla umhverfis þau. Smámsaman urðu tjöldin og díl- arnir stærri. Lowe kom á móti okkur ásamt félögum sínum. Hann faðmaði okkur að sér, gaf okkur heitt kaffi, og þeir fé- lagar studdu okkur síðan niður að áttundu bækistöðinni. Það var orðið dimmt og kalt í veðri, og við vorum aðframkomnir af þreytu. Við vorum þarna í tjaldi um nóttina. Daginn eftir var aftur komið ágætisveður. Við vorum enn þreyttir og máttfarnir eftir þriggja daga göngu í hinni miklu hæð, en við vorum samt glaðir og ánægðir, þegar við lögðum upp í hina löngu ferð niður Suðuröxlina. I efstu bækistöðvunum, þeirri sjöundu, sjöttu og fimmtu, voru aðeins fáir menn fyrir. En í fjórðu bækistöðinni voru flest- ir leiðangursmannanna. Þegar þeir komu á móti okkur, sýnd- um við í f yrstu engin merki þess að för okkar hefði heppnazt. En þegar ekki voru nema fimm- tíu metrar á milli okkar, gat Lowe ekki setið á sér lengur. Hann gaf merki með öðrum þumalfingrinum og benti með ísöxinni á fjallstindinn. Þá hóf- ust svo mikil fagnaðarlæti, að önnur eins hafa aldrei átt sér stað í sögu Himalajaf jalla. Hunt faðmaði okkur Hillary að sér. Ég faðmaði Evans. Allir föðm- uðust. Er það satt? Er það satt?“ endurtók Hunt hvað eft- ir annað. Og svo faðmaði hann mig aftur að sér. Ef einhverjir hefðu verið áhorfendur að þess- um fagnaðarfundi, hefðu þeir ekki getað greint á milli hús- bænda og þjóna. Við vorum all- ir fjallamenn, við höfðum klif- ið fjallið okkar. Daginn eftir hélt ég niður ísruðninginn, alla leið niður að neðstu bækistöðinni. „Nú er ég frjáls,“ sagði ég í sífellu við sjálfan mig. ,,Nú er ég laus við Everest." Það var gott, að ég vissi ekki þá hve hrapalega mér skjátlaðist. * Það hafði þegar gerzt ýmis- legt, sem olli síðar miklum ýf- ingum. Indverska útvarpið hafði birt þá skrögsögu, að leiðangur. inn hefði misheppnazt. Nú voru sannar fréttir sendar á dulmáli til brezka sendiherrans, en hann sendi þær áfram til London og skýrði engum öðrum frá leynd- armálinu í heilan dag. Ég býst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.