Úrval - 01.08.1955, Side 111
KONUNGUR FJALLANNA
109
við að ætlunin hafi verið að El-
ísabet drottning fengi fréttina
fyrst allra, og að hún yrði birt
daginn eftir í sambandi við
krýninguna. Fréttin gat ekki
komið á heppilegri tíma fyrir
Breta. En öðru máli gegndi um
ýmsa Austurlandamenn — þar
á meðal konung Nepals, en Ev-
erestfjall er í landi hans. Hann
fékk ekki fréttina fyrr en degi
síðar — og þá frá stað hinum
megin á hnettinum.
Mér var ókunnugt um þetta.
Eg hefði getað sent fréttina með
hraðboða. En ég starfaði hjá
Bretunum. „Eg át salt þeirra“,
eins og við Sérpar segjum. Og
ég sendi enga frétt.
Eftir því sem við komum
lengra inn í Nepal, óx mann-
fjöldinn, sem þyrptist kringum
okkur, og æsingin varð meiri.
„Tenzing zindábad!“ hrópaði
fólkið. „Lengi lifi Tenzing!“ Og
þegar við nálguðumst Katman-
dar, reyndu nepalskir þjóðernis-
sinnar að fá mig til að lýsa því
yfir, að ég væri Nepalsbúi, en
ekki Indverji — og að ég hefði
orðið á undan Hillary upp á
tindinn.
„Hverju skiptir það?“ spurði
ég. „Hvað kemur þjóðerni og
pólitík fjallgöngum við?“
En múgurinn lét sig ekki.
Menn gerðu mér upp orð og
létu mig skrifa undir skjöl, sem
ég gat ekki lesið, því að enda
þótt ég tali nokkur tungumál,
er ég enn ólæs.
1 Katmandu vorum við boðn-
ir til konungshallarinnar og Tri-
bhubana konungur bauð okkur
velkomna. Margir okkar voru
enn í óhreinu f jallabúningunum.
Konungurinn sæmdi mig Nepali
Tara orðunni (Nepalsstjörn-
unni), sem er æðsta heiðurs-
merki landsins, og þá Hunt og
Hillary öðrum heiðursmerkjum.
Móttökur Nepalsbúa verða mér
ógleymanlegar. En þeir gerðu of
mikið að því að dýrka mig sem
hetju; þeir hundsuðu Bretana,
í stað þess að koma fram við
þá eins og góða gesti; og þeir
reyndu að hagræða staðreynd-
unum þannig, að það leit helzt
út fyrir að ég hefði klifið fjall-
ið einn og hjálparlaust. Þetta,
ásamt hinum heimskulegu yfir-
lýsingum, sem ég hafði óafvit-
andi verið látinn undirrita, hafði
hinar óheppilegustu afleiðingar.
Loks var Hunt ofursta nóg boð-
ið. Hann fór niðrandi orðum
um fjallgönguhæfni mína. Mér
sárnaði, og þar sem indverskir
og nepalskir blaðamenn voru
alltaf á hælunum á mér, lét ég
orð falla, sem ég iðraðist seinna
eftir að hafa sagt.
Sem betur fór gátu þessar
erjur ekki máð vináttuna, sem
við bárum hver til annars.
Hvorki Bretarnir né ég höfðum
neina löngun til að varpa skugga
á hið stórfengilega ævintýri
okkar.
*
Ég flaug til Kalkútta með f jöl-
skyldu minni í einkaflugvél kon-
ungsins, og þar biðu mín enu