Úrval - 01.08.1955, Síða 111

Úrval - 01.08.1955, Síða 111
KONUNGUR FJALLANNA 109 við að ætlunin hafi verið að El- ísabet drottning fengi fréttina fyrst allra, og að hún yrði birt daginn eftir í sambandi við krýninguna. Fréttin gat ekki komið á heppilegri tíma fyrir Breta. En öðru máli gegndi um ýmsa Austurlandamenn — þar á meðal konung Nepals, en Ev- erestfjall er í landi hans. Hann fékk ekki fréttina fyrr en degi síðar — og þá frá stað hinum megin á hnettinum. Mér var ókunnugt um þetta. Eg hefði getað sent fréttina með hraðboða. En ég starfaði hjá Bretunum. „Eg át salt þeirra“, eins og við Sérpar segjum. Og ég sendi enga frétt. Eftir því sem við komum lengra inn í Nepal, óx mann- fjöldinn, sem þyrptist kringum okkur, og æsingin varð meiri. „Tenzing zindábad!“ hrópaði fólkið. „Lengi lifi Tenzing!“ Og þegar við nálguðumst Katman- dar, reyndu nepalskir þjóðernis- sinnar að fá mig til að lýsa því yfir, að ég væri Nepalsbúi, en ekki Indverji — og að ég hefði orðið á undan Hillary upp á tindinn. „Hverju skiptir það?“ spurði ég. „Hvað kemur þjóðerni og pólitík fjallgöngum við?“ En múgurinn lét sig ekki. Menn gerðu mér upp orð og létu mig skrifa undir skjöl, sem ég gat ekki lesið, því að enda þótt ég tali nokkur tungumál, er ég enn ólæs. 1 Katmandu vorum við boðn- ir til konungshallarinnar og Tri- bhubana konungur bauð okkur velkomna. Margir okkar voru enn í óhreinu f jallabúningunum. Konungurinn sæmdi mig Nepali Tara orðunni (Nepalsstjörn- unni), sem er æðsta heiðurs- merki landsins, og þá Hunt og Hillary öðrum heiðursmerkjum. Móttökur Nepalsbúa verða mér ógleymanlegar. En þeir gerðu of mikið að því að dýrka mig sem hetju; þeir hundsuðu Bretana, í stað þess að koma fram við þá eins og góða gesti; og þeir reyndu að hagræða staðreynd- unum þannig, að það leit helzt út fyrir að ég hefði klifið fjall- ið einn og hjálparlaust. Þetta, ásamt hinum heimskulegu yfir- lýsingum, sem ég hafði óafvit- andi verið látinn undirrita, hafði hinar óheppilegustu afleiðingar. Loks var Hunt ofursta nóg boð- ið. Hann fór niðrandi orðum um fjallgönguhæfni mína. Mér sárnaði, og þar sem indverskir og nepalskir blaðamenn voru alltaf á hælunum á mér, lét ég orð falla, sem ég iðraðist seinna eftir að hafa sagt. Sem betur fór gátu þessar erjur ekki máð vináttuna, sem við bárum hver til annars. Hvorki Bretarnir né ég höfðum neina löngun til að varpa skugga á hið stórfengilega ævintýri okkar. * Ég flaug til Kalkútta með f jöl- skyldu minni í einkaflugvél kon- ungsins, og þar biðu mín enu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.