Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 112
110
ÚRVAL
meiri fagnaðarlæti og fleiri mót-
tökuathafnir. I Delhi var það
sama sagan, og Pandit Nehru,
sem hélt okkur veizlu, reyndist
mér sem faðir. Hann ráðlagði
mér eindregið að fara til Lon-
don, því að einskis mætti láta
ófreistað til þess að jafna þessa
hörmulegu deilu. Hann fór með
mig heim til sín, opnaði fata-
skápa sína og gaf mér margs-
konar fatnað, því að ég var að
heita mátti fatalaus. Hann gaf
mér líka skjalatösku, svo að
mér fannst sem ég væri ekki
lengur fátækur Sérpi, heldur
kaupsýslumaður eða diplornat.
Konan mín og ég vorum 16
yndislega daga í London. Við
fórum í leikhús og verzlanir
og skoðuðum merka staði og
loks veitti drottningin okkur
áheyrn í Buckinghamhöll. Að
lokinni veizlu í hallargarðinum
vorum við leidd inn í stóra mót-
tökusalinn. Þar voru staddir all-
ir leiðangursmennirnir ásamt
f jölskyldum sínum, og drotting-
in og hertoginn sæmdu okkur
heiðursmerkjum og verðlaunum.
Við vorum líka hálfan mánuð
í Sviss í boði Svissneska Alpa-
rannsóknafélagsins. Þar hitti
ég gamla kunningja og fékk auk
þess tækifæri til að klífa Alp-
ana.
Þegar við snerum aftur heim
til Indlands, vonaði ég að nú
væri þessu öllu lokið, og að ég
gæti aftur orðið gamli Tenzing.
En heima tóku líka við enda-
lausar veizlur og blaðamanna-
viðtöl. Ég hafði alltaf haft gam-
an af að labba um göturnar í
Darjeeling, en nú komst ég að
raun um, að ég varð að gera
það eldsnemma á morgnana, ef
ég átti ekki að hafa heilan hóp
af fólki á eftir mér. Það var
stöðugur straumur af gestum,
jafnt nótt sem dag, sumir rudd-
ust jafnvel inn um lokaðar dyr
og glugga. Það komu menn frá
allskonar félögum og fyrirtækj-
um, sem vildu fá mig til að
skrifa undir og samþykkja hitt
og þetta.
Leiðangurinn hafði mikla þýð-
ingu fyrir mig persónulega, því
hann varð til þess að stjórnin
ákvað að stofna f jallgönguskóla
í Darjeeling. Skólinn heitir Fjall-
göngustofnun Himalaja og til-
gangur hans er að auka þekk-
ingu Indverja á fjöllum og
fjallaferðum. Ég er forstöðu-
maður skólans — og sé um alla
kennslu og þjálfun.
Auk þess hef ég fengið góða
borgun fyrir blaðagreinar og
ýmsar indverskar borgir og
stofnanir hafa sent mér rausn-
arlegar fjárhæðir, svo að ég
þarf ekki lengur að lifa í fá-
tækt. Sumir hafa litið á þetta
af vinsemd og skilningi, en
aðrir hafa orðið öfundsjúk-
ir, og jafnvel ásakað konu mína
fyrri tildur og uppskafnings-
hátt, af því að hún er farin að
nota regnhlíf í votviðri.
Nýja húsið, sem ég keypti,
stendur í brekku í útjaðri Dar-
jeeling, þar sem útsýni er gott