Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 4

Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 4
2 ÚRVAL aðeins þekktur vísindamaður heldur einnig kunnur rithöfund- ur um heimspekileg og siðræn efni. Það er með tilliti til alls þessa, sem við höfum leitað til yðar; við erum þess fullvissir, að í svörum yðar verður ekki einungis að finna þann fróðleik sem vísindi nútímans geta látið í té, heldur muni einnig birtast í þeim önnur viðhorf; að það sem þér segið okkur muni verða í tengslum við eða skírskota til allra menningarverðmæta vorra. Francois Porché segir í for- mála að einni bók yðar, að eitt takmark yðar hafi verið að gefa fullgild svör við þrálátri spurn mannlegs kvíða: ,,Hví erum við á þessari jörð? Hversvegna er lífið til?“ Nú langar mig fyrst af öllu að spyrja yður, Jean Ro- stand, hvort það sé rétt, að þér hafið í ævistarfi yðar verið knú- inn löngun til að svara þessum spurningum ? Jean Rostand: Nei, ég verð að segja, að ég hef aldrei verið nógu djarfur — eða óskamm- feilinn — til þess að hætta á að svara slíkum spurningum, jafnvel ekki óljóst eða með á- gizkun. Og ég vil bæta því við, að ég er ekki viss um að við höfum rétt til að spyrja slíkra spurninga. Að minnsta kosti sæmir það ekki vísindamanni. Eitt af því fyrsta sem heim- spekin kennir okkur er, að vís- indin láti sig ekki varða spurn- arorðið „hversvegna", heldur ,,hvernig“. Við skulum því, ef yður er sama, halda okkur við hið síðara —; það mun reynast okkur nógu örðugt viðfangs. Viðfangsefni okkar verður þá: „Hvernig stendur á því að við erum hér á jörðinni?“ og „Hvernig er lífið til orðið?“ Við getum hiklaust sagt, að eins og vísindalegri þekkingu okkar er nú háttað, er alls ekki hægt að gefa fullnægjandi svör við þessum spurningum. En við getum gefið það sem kalla mætti hálfgild svör, og við getum vissulega hafnað ótal svörum, sem eru í hrópandi mótsögn við það litla sem við vitum. Hvað snertir ,,skýringar“ al- mennt, er ef til vill óþarfi að geta þess, að með auknum vits- munaþroska hefur varkárni —- og efagirni •— orðið æ ríkari þáttur í hugsanalífi mínu. Þegar ég var ungur — fjórtán eða fimmtán ára — las ég með á- fergju bækur Haeckels1, Biich- ners2 og Le Dantec3. Ég gleypti í mig allar bækur á „Bókasafni skynsemistrúarmanna“, og „Rauðu bækurnar“, er fjölluðu um það sem þá var kallað „vís- indaleg heimspeki“. Þegar ég hafði lesið Gátu alheimsins eftir Haeckel og Ritger'ö um líffrœði eftir Le Dantec, var ég sann- færður um, að væru ekki allar 1 Þýzkur líffræðingur (1834— 1919), 2 þýzkur heimspekingur (1824— 1899), 3 franskur líffræðingur (1869—• 1917).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.