Úrval - 01.10.1955, Side 26
24
ÚRVAL
í vestrænum stíl og myndirnar
á vegg'junum voru eftirlíking-
ar af verkum hollenzkra meist-
ara. Chu virtist vera maður um
fertugt. Hann klæddist ekki
hinum venjulega vinnufatnaði,
heldur nýtízkulegum, víðum
stuttjakka eins og margir fyrr-
verandi góðborgarar Shanghai.
Hann fór ekki í launkofa með
það, að faðir hans væri búsettur
erlendis og ætti þar verksmiðju.
Sjálfur á hann verksmiðju, sem
framleiðir sokka, nærfatnað og
dúka, og hefur 800 manns í
þjónustu sinni.
Saga Chu líkist mjög sögu
Wengs, með þeirri undantekn-
ingu þó, að hann var ekki á
barmi gjaldþrots, og að hann
gat, eftir að kommúnistar tóku
Shanghai, ef ekki afsalað sér
pöntunum, þá að minnsta kosti
fjárhagslegum stuðningi frá
ríkinu. Einnig hann segir, að
framleiðsla sín hafi aukizt síðan
1949. Fyrir 1949 flutti hann
inn egypzka bómull. Síðan hef-
ur hann, eins og allar aðrar
verksmiðjur, notað kínverska
bómull, sem ríkisstjórnin selur.
Þó að ríkisstjórnin hafi tvisvar
fyrirskipað verðfestingu, segir
hann, að reksturshagnaðurinn
sé nægilegur.
Chu má ekki borga arð án
samþykkis yfirvaldanna. Senni-
lega var það ein ástæðan til
þess að hann fór fram á, að
ríkið gerðist hluthafi í fyrirtæk-
inu. Honum er þó frjálst að
greiða sér forstjóralaun, sem
hann getur lifað góðu lífi af.
Hann hefur, eins og fyrir bylt-
inguna, f jóra þjóna, bíl og heim-
iliskennara fyrir börnin. Eins
og Weng gerir hann ráð fyrir,
að verksmiðjan verði fyrr eða
síðar þjóðnýtt, en telur þó, að
hann muni áfram hafa nægileg
laun.
0-0-0
SJÁLPSSTJÖRN UM PRAM ALLT.
Maður nokkur gengur fram og aftur fyrir framan kvenhatta-
verzlun og ekur barnavagni. 1 vagninum er ungbam, sem öskrar
af öllum lífs og sálar kröftum. Maðurinn þuldi i sífellu fyrir
munni sér:
„Vertu nú rólegur, Axel! Þú verður að stilla þig, Axel!“
Roskin kona gekk framhjá, staðnæmdist, leit blíðlega til
bamsins og sagði svo við manninn:
„Það er ánægjulegt að sjá föður, sem er svona þolinmóður
við barnið sitt. Og hann heitir Axel, anginn litli?“
„Nei,“ sagði maðurinn samanbitnum vörum, „hann heitir
Ólafur. Ég heiti Axel!“
— Allt.