Úrval - 01.10.1955, Síða 28
26
tJR VA.L
en dreymdi hann, að á hann væri
lögð burðaról konu, varð hann
það sem eftir var ævinnar að
ganga í kvenmannsklæðum og
vinna kvenmannsverk. Þetta var
þó ekki því til fyrirstöðu, að
hann kvæntist og ætti börn,
heldur aðeins því, að hann fengi
inngöngu í samfélag karlmanna.
Aðrir þjóðflokkar trúðu því,
að sál mannsins byggi í nafni
hans; þegar maður dó, varð sál-
in að halda kyrru fyrir í líkam-
anum þangað til nýfætt barn
hafði hlotið nafn hans, og þá
um leið sál hans. Nafnsins var
vitjað í draumi.
Um allan heim hafa menn
leitað ráða hjá hinum dauðu um
margvísleg efni og á margan
hátt, en oft í draumum. Hjá
Keltum voru konungar í forn-
öld kjörnir með aðstoð drauma;
prestur eða hofgyðja fór inn í
grafhýsi þar sem hinn látni kon-
ungur var heygður, drakk
nautsblóð og lagðist þar til
svefns. I draumi sá hann (eða
hún) hver ætti að taka við kon-
ungstign. Fornegyptar trúðu
einnig á drauma, og úr biblí-
unni þekkjum við þýðingu Jós-
efs á draumum Faraós um mörgu
og feitu kýrnar. Svona draum-
ar voru boðskapur frá guðun-
um og hinum dauðu, og var þá
mest um vert að skýra þá rétt.
Og enn í dag, löngu eftir að
við erum hætt að líta á drauma
sem tengilið við hina látnu,
fást draumabækur, þar sem hin
merkilegu tákn draumanna eru
skýrð eins og í fornöld:
Sjúkdóm að fá — að giftast.
Altari að sjá —
að verða fyrir sorg.
Hár að missa — að missa vin.
Vöfflur að baka —
tilefnislaus afbrýðisemi.
o. s. frv. Það eru galdrar og
gjörningar fortíðarinnar, sem
steinrunnið hafa í hinum mein-
ingarlausu skýringum drauma-
bókanna.
Draumar eru margvíslegir og
sumir eru minnisstæðari en
aðrir; þeirra meðal eru ástar-
lífsdraumar, sem oft eru mjög
skýrir. Víða ríkir enn sú trú,
að ástarlífsdraumar merki, að
dreymandinn hafi haft mök við
illa anda; á Samóaeyjum í
Kyrrahafi eru þessir andar
kallaðir hotua 'poro, og í Ind-
landi nefnast þeir bhúts; þar
stendur mönnum mikill ótti af
þeim vegna þess að mök við
þá geti stundum leitt af sér
fæðingu andabarna, sem verði
hræðilegir umskiptingar, bæði
andlega og líkamlega. Á Vestur-
löndum er þess trú gömul;
Forngrikkir og Keltar þekktu
ástþyrsta anda; og seinna fann
kristin kirkja jafnvel einn slík-
an anda í biblíunni. Hún hét
Lilith og hafði verið fyrri kona
Adams, sköpuð af moldu eins
og hann, en rekin úr Paradís
vegna skorts á undirgefni við
manninn. Lilith var engin næt-
urvofa, en varð það vegna
rangrar þýðingar í biblíuhand-