Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 28

Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 28
26 tJR VA.L en dreymdi hann, að á hann væri lögð burðaról konu, varð hann það sem eftir var ævinnar að ganga í kvenmannsklæðum og vinna kvenmannsverk. Þetta var þó ekki því til fyrirstöðu, að hann kvæntist og ætti börn, heldur aðeins því, að hann fengi inngöngu í samfélag karlmanna. Aðrir þjóðflokkar trúðu því, að sál mannsins byggi í nafni hans; þegar maður dó, varð sál- in að halda kyrru fyrir í líkam- anum þangað til nýfætt barn hafði hlotið nafn hans, og þá um leið sál hans. Nafnsins var vitjað í draumi. Um allan heim hafa menn leitað ráða hjá hinum dauðu um margvísleg efni og á margan hátt, en oft í draumum. Hjá Keltum voru konungar í forn- öld kjörnir með aðstoð drauma; prestur eða hofgyðja fór inn í grafhýsi þar sem hinn látni kon- ungur var heygður, drakk nautsblóð og lagðist þar til svefns. I draumi sá hann (eða hún) hver ætti að taka við kon- ungstign. Fornegyptar trúðu einnig á drauma, og úr biblí- unni þekkjum við þýðingu Jós- efs á draumum Faraós um mörgu og feitu kýrnar. Svona draum- ar voru boðskapur frá guðun- um og hinum dauðu, og var þá mest um vert að skýra þá rétt. Og enn í dag, löngu eftir að við erum hætt að líta á drauma sem tengilið við hina látnu, fást draumabækur, þar sem hin merkilegu tákn draumanna eru skýrð eins og í fornöld: Sjúkdóm að fá — að giftast. Altari að sjá — að verða fyrir sorg. Hár að missa — að missa vin. Vöfflur að baka — tilefnislaus afbrýðisemi. o. s. frv. Það eru galdrar og gjörningar fortíðarinnar, sem steinrunnið hafa í hinum mein- ingarlausu skýringum drauma- bókanna. Draumar eru margvíslegir og sumir eru minnisstæðari en aðrir; þeirra meðal eru ástar- lífsdraumar, sem oft eru mjög skýrir. Víða ríkir enn sú trú, að ástarlífsdraumar merki, að dreymandinn hafi haft mök við illa anda; á Samóaeyjum í Kyrrahafi eru þessir andar kallaðir hotua 'poro, og í Ind- landi nefnast þeir bhúts; þar stendur mönnum mikill ótti af þeim vegna þess að mök við þá geti stundum leitt af sér fæðingu andabarna, sem verði hræðilegir umskiptingar, bæði andlega og líkamlega. Á Vestur- löndum er þess trú gömul; Forngrikkir og Keltar þekktu ástþyrsta anda; og seinna fann kristin kirkja jafnvel einn slík- an anda í biblíunni. Hún hét Lilith og hafði verið fyrri kona Adams, sköpuð af moldu eins og hann, en rekin úr Paradís vegna skorts á undirgefni við manninn. Lilith var engin næt- urvofa, en varð það vegna rangrar þýðingar í biblíuhand-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.