Úrval - 01.10.1955, Page 30

Úrval - 01.10.1955, Page 30
28 tJRVAL félaga, sem gleymt hefur að loka buxnakiaufinni, „annars sleppur hesturinn út.“ Drauma- hesturinn táknaði, eins og flest- ir draumahestar, kynhvötina, og ótti mannsins við, að hest- urinn gerði ungunum mein, táknaði áhyggjur hans út af því að lauslæti hans yrði börn- um hans til tjóns. Annað dæmi er um kunningja minn, sem eitt sinn hafði þau orð um stúlku, að hún væri „skúr- ræksni“. Nokkru síðar dreymdi hann, að hann væri úti í slag- veðursrigningu og varð að leita hælis í hrörlegum skúr. En þegar hann kom inn í skúrinn, var snoturt og notalegt inni, og hann vaknaði við notalega vellíðan. Nú er hann kvæntur , ,skúrræksninu“. Ekki er fátítt, að hugsanir manns í draumi séu skarplegri en í vöku. Einn af lærisvein- um Freuds, Adler, kom með nýjar skýringar á draumum; hann áleit að oft bæri að líta á drauma sem líkingu, er tjáði lífsmarkmið mannsins eða lífs- línu; og annar lærisveinn, Jung, gekk feti framar. Við saman- burð á draumum sjúklinga sinna og trúarhugmyndum hinna ýmsu þjóða heims, fann Jung, að táknmál hvorstveggja var tiltakanlega líkt. Þessi upp- götvun varð til þess að Jung færði út svið vitundarinnar, bætti við hana nýrri vídd, ef svo mætti segja, alvitund, sem er sameiginleg öllum mönnum. Að áliti Jungs er þessi alvitund eins og voldugt haf, sem rúm- ar nútíð, fortíð og framtíð, eða allt sem mennirnir hafa vitað og hugsað frá upphafi. Það er úr þessu hafi, sem skáld og listamenn ausa þegar þeir skapa listaverk, og þangað sækjum við þá drauma, sem bera vitni skarplegri hugsun en við höf- um til að bera í vöku. Rétt er þó að geta þess, að fæstir nú- tímasálfræðingar viðurkenna tilvist þessarar „samvitundar“ Jungs. En sálfræðingarnir eru ekki einu vísindamenn nútímans, sem hafa lagt sig eftir draum- um. Fyrir nokkrum árum vakti enski stærðfræðingurinn J. W. Dunne athygli með nokkrum tilraunum, sem hann hafði gert með tímann. Það hafði vakið undrun Dunnes, að jafnvel hina áreiðanlegustu menn dreymir stundum fyrir daglátum. Eftir stærðfræðilegum leiðum komst Dunne til skilnings á eðli tím- ans, sem bezt verður skýrt með samlíkingu. Ef við hugsum okkur, að við stöndum á ár- bakka og sjáum ána til annarr- ar handarinnar koma í ljós framundan hæð og til hinnar handarinnar hverfa á bak við hæð, má líkja ánni við tímann og staðnum, sem við stöndum á, við nútímann, líðandi stund. Við stöndum kyrr og sjáum tímann koma á móti okkur úr framtíðinni og hverfa aftur í fortíðina. En séð úr lofti er áin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.