Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 32
Höfimdur starfar við kælirannsóknastöð í
lífefnafræði og lífeðlisfræði við
Cambridg:eháskóla.
Geymsla matvœla með geislun,
Úr „The Times Science Review“,
eftir R. S. Hannan.
MARGAR aðferðir eru notað-
ar til að auka geymsluþol
matvæla: súrsun, söltun, niður-
suða og frysting, og hver um
sig hefur sína kosti og galla.
Helztu gallarnir eru kostnaður
við geymsluna og gæðarýrnun
matvælanna, og eru menn stöð-
ugt að leita að nýjum aðferð-
um til að sigrast á þeim. Nýj-
asta aðferðin, sem allmiklar
vonir eru tengdar við, er notk-
un kjarnorku, eða geislun með
gamma-, röntgen- eða rafeinda-
geislum.
Menn sjá nú fram á, að orka
til slíkrar geislunar muni verða
tiltölulega ódýr, þegar almenn
hagnýting kjamorkunnar er
komin á rekspöl. Enda hafa
tilraunir með geislun matvæla
farið fram um nokkra ára skeið
bæði í Bandaríkjunum og Bret-
landi.
Gagnsemi geislunar er í því
fólgin, að hún drepur lifandi
frumur eða stöðvar skiptingu
þeirra, t. d. baktería, gerla og
sveppa, sem mestum skemmdum
valda á matvælum. Þetta eru
raunar sömu áhrif og aðrar
geymsluaðferðir hafa. En vegna
þess að hér er hvorki um að
ræða að sjóða matinn eða bæta
í hann rotvarnarefnum, hafa
menn gert sér glæstar vonir um,
að þarna sé fundin aðferð tií
að geyma matvæli sem ný ótak-
markaðan tíma. Menn hafa lát-
ið sig dreyma um, að f jölmörg-
um matvælategundum verði nú
hægt að pakka inn ,,ferskum“
í loftþéttar umbúðir, geisla þær
og síðan geti húsmóðirin geymt
þær á búrhillunni hjá sér eins
og niðursoðin matvæli.
En tilraunir hafa þegar leitt
í ljós, að þessi geymsluaðferð
hefur sína galla. Alvarlegustu
gallarnir eru þeir, að enda þótt
geislunin valdi ekki jafngagn-
gerri efnabreytingu í matvælun-
um og t. d. suða, þá veldur hún
breytingum, sem greinilega
segja til sín. Venjulega er um
að ræða gagngera efnabreytingu
í örlitlum hluta sameindanna í
matnum, og þegar notaðir eru
nógu sterkir geislar til að
dauðhreinsa matvælin, verður
greinileg breyting bæði á lykt
og bragði; einnig verða greini-