Úrval - 01.10.1955, Side 99
ÉIG HEF BEÐIÐ EFTIR ÞÉR . . .
97'
varð ljóst, að hún var búin að
hringja af.
VII.
Þegar Ingibjörg kom aftur,
sat hann í rauða stólnum og
skýldi andlitinu með dagblaði.
Kuldaleg rödd Mariönnu
hljómaði enn í eyrum hans.
Hann sá fyrir sér slétt og
barnslegt enni hennar undir
hnetubrúna hárinu.
Þegar ég yfirgaf Ingibjörgu
kvöldið góða, sagði hann við
sjálfan sig, þá hljóp ég frá henni
án þess að líta um öxl og hún
stóð ein eftir og beið. Það varð
svo að vera og það er ekki hægt
að ásaka mig. En hafði hún
þjáðst minna fyrir það? Hann
skildi nú, hvað það er að vera
yfirgefinn af manneskju, sem
maður elskar heitar en allt ann-
að á þessari jörð . . .
Ingibjörg vildi að hann biði
í hinu herberginu, meðan hún
legði á borðið.
,,Ég ætla að hafa þetta svo-
lítið hátíðlegt,“ sagði hún.
Hitt herbergið var málað hvítt
og ljósblátt og angaði af ilm-
vatni. Á rúminu var hekluð á-
breiða, sem Allan kannaðist við
— hún var upphaflega ætluð
yfir hjónarúm. Hann tók tíma-
ritshefti af náttborðinu og fór
að blaða í því. Þetta var tízku-
rit með myndum af Parísar-
fyrirsætum og hefðarkonum.
Skyndilega hrökk hann við.
Mynd Mariönnu var á heilli síðu.
Hún var í hvítri loðkápu og
með blóm í hárinu. Frú Mari-
anna Vangen, eiginkona . . . og
svo framvegis. En hvað var að
andlitinu? Það var alltafskræmt
með blýantsstrikum. Það höfðu
verið teiknaðir drættir undir
augunum og hjá nefinu og
munnvikunum. Augun höfðu
verið minnkuð og krassað í gljá-
andi augasteinana.
Hann kastaði heftinu frá sér.
Ingibjörg birtist í dyrunum
og sagði með uppgerðarkurteisi:
,,Monsieur est servi.“
Hún hafði farið í annan kjól,
bláan eins og hinn, og hafði
sveipað silfurref um herðarnar.
Hún angaði enn meir af ilm-
vatni en áður. Hann brosti vand-
ræðalega til hennar. Hún hafði
slökkt ljósin í stofunni, en
kveikt í þess stað á svörtu kert-
unum í silfurstjökunum og sett
þá á borðið. Á borðinu stóð
kristalsker með nellikum og frá
útvarpinu heyrðist ómur af
dansmúsik.
Þau byrjuðu á sterkri vín-
blöndu og drukku síðan létt vín.
Loginn á kertunum bærðist
ekki. Honum fannst hann vera
að dreyma. Hann hafði í raun-
inni ekki talað neitt við hana
allan daginn, heldur setið þögull
og vandræðalegur. Nú reyndi
hann að hefja samræður. Jæja,
svo hún var ánægð með stöðuna,
það var gott. Hvað gerði hún
annars í frístundum sínum ? Átti
hún marga kunningja?
„Nei,“ svaraði hún> „ég hef'