Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 99

Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 99
ÉIG HEF BEÐIÐ EFTIR ÞÉR . . . 97' varð ljóst, að hún var búin að hringja af. VII. Þegar Ingibjörg kom aftur, sat hann í rauða stólnum og skýldi andlitinu með dagblaði. Kuldaleg rödd Mariönnu hljómaði enn í eyrum hans. Hann sá fyrir sér slétt og barnslegt enni hennar undir hnetubrúna hárinu. Þegar ég yfirgaf Ingibjörgu kvöldið góða, sagði hann við sjálfan sig, þá hljóp ég frá henni án þess að líta um öxl og hún stóð ein eftir og beið. Það varð svo að vera og það er ekki hægt að ásaka mig. En hafði hún þjáðst minna fyrir það? Hann skildi nú, hvað það er að vera yfirgefinn af manneskju, sem maður elskar heitar en allt ann- að á þessari jörð . . . Ingibjörg vildi að hann biði í hinu herberginu, meðan hún legði á borðið. ,,Ég ætla að hafa þetta svo- lítið hátíðlegt,“ sagði hún. Hitt herbergið var málað hvítt og ljósblátt og angaði af ilm- vatni. Á rúminu var hekluð á- breiða, sem Allan kannaðist við — hún var upphaflega ætluð yfir hjónarúm. Hann tók tíma- ritshefti af náttborðinu og fór að blaða í því. Þetta var tízku- rit með myndum af Parísar- fyrirsætum og hefðarkonum. Skyndilega hrökk hann við. Mynd Mariönnu var á heilli síðu. Hún var í hvítri loðkápu og með blóm í hárinu. Frú Mari- anna Vangen, eiginkona . . . og svo framvegis. En hvað var að andlitinu? Það var alltafskræmt með blýantsstrikum. Það höfðu verið teiknaðir drættir undir augunum og hjá nefinu og munnvikunum. Augun höfðu verið minnkuð og krassað í gljá- andi augasteinana. Hann kastaði heftinu frá sér. Ingibjörg birtist í dyrunum og sagði með uppgerðarkurteisi: ,,Monsieur est servi.“ Hún hafði farið í annan kjól, bláan eins og hinn, og hafði sveipað silfurref um herðarnar. Hún angaði enn meir af ilm- vatni en áður. Hann brosti vand- ræðalega til hennar. Hún hafði slökkt ljósin í stofunni, en kveikt í þess stað á svörtu kert- unum í silfurstjökunum og sett þá á borðið. Á borðinu stóð kristalsker með nellikum og frá útvarpinu heyrðist ómur af dansmúsik. Þau byrjuðu á sterkri vín- blöndu og drukku síðan létt vín. Loginn á kertunum bærðist ekki. Honum fannst hann vera að dreyma. Hann hafði í raun- inni ekki talað neitt við hana allan daginn, heldur setið þögull og vandræðalegur. Nú reyndi hann að hefja samræður. Jæja, svo hún var ánægð með stöðuna, það var gott. Hvað gerði hún annars í frístundum sínum ? Átti hún marga kunningja? „Nei,“ svaraði hún> „ég hef'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.