Úrval - 01.10.1955, Side 109
TUTTUGU OG SEX MENN OG EIN STÚLKA
107
telpunni okkar, þegar við sáum
hvernig saumastúlkurnar héngu
utan í honum — það var eins
og þetta viðhorf Tönju til her-
mannsins lyfti okkur upp, og
við fylgdum fordæmi hennar og
fórum sjálfir að sýna honum
lítilsvirðingu. Okkur þótti enn
vænna um hana eftir en áður
og tókum ennþá feginsamlegar
á móti henni á morgnana.
En svo bar það til eitt sinn
að hermaðurinn kom inn til okk-
ar eilítið drukkinn, settist og
tók að hlæja. Þegar við spurð-
um hann, hvað honum þætti svo
hlægilegt — gaf hann þessa
skýringu:
— Tvær þeirra slógust út af
mér áðan . . . Lídía og Grúsja
. . . Og útgangurinn á þeim . . .
Ha-ha-ha! . . . Þær hárreittu
hvor aðra og botnveltust á gólf-
inu í bíslaginu . . . og önnur of-
an á hinni. Ha-ha-ha! Klóruðu
hvor aðra í framan . . . og rifu
. . . Ég er að springa af hlátri!
- . . Af hverju getur kvenfólk
ekki slegizt heiðarlega? Af
hverju klóra þær alltaf? Ha?
Hann sat á bekknum, hrein-
legur, hraustur og kátur, sat
og skellihló.
Við þögðum. Af einhverjum
ástæðum geðjaðist okkur ekki
að honum í þetta skipti.
— A, hvað allt kvenfólk er
brjálað í mér! . . . Ég er alveg
að springa! . . . Þarf ekki ann-
að en depla augunum . . . og
þá eru þær til í það! Djöfullinn!
Hvítar hendur hans, vaxnar
bjartri ló, hófust og féllu á
nýjan leik niður á hnjákollana
svo small í. Og hann horfði á
okkur glaður og undrandi eins
og hann væri sjálfur forviða á
því, að hann skyldi vera svona
mikið kvennagull. Feitt og rjótt
andlitið ljómaði af sjálfsánægju
og hamingju, og liann sleikti út
um og smjattaði í sífellu.
Bakarinn okkar sló skóflunni
fast og vonzkulega í ofninn og
sagði svo allt í einu háðslega:
— Það þarf enga karl-
mennsku til að brjóta greni-
kvisti, en að fella furu . . .
— Ha? Meinarðu þetta til
mín? spurði hermaðurinn.
—• Já, til þín.
— Og hvað meinarðu með
þessu?
— Ekkert! . . . Það má liggja
kyrrt!
— Ne-hei! Bíddu nú hægur!
Hvað var það sem þú ætlaðir
að segja? Hverskonar furu áttu
við ?
Bakarinn okkar svaraði ekki,
en hamaðist við skófluna, þeytti
soðnu brauði inn í ofninn, valdi
úr þau, sem voru fullbökuð og
mokaði þeim með skruðningi
niður á gólfið til strákanna, sem
þræddu þau upp á basttaugar.
Það var eins og hann hefði
gleymt hermanninum og orða-
skiptum sínum við hann. En
hermaðurinn varð allt í einu
órólegur. Hann reis á fætur,
gekk að ofninum og skeytti því
engu, þótt hann ætti það á
hættu, að skófluskaftið, sem