Úrval - 01.04.1956, Side 7
ÁHRIF LISTA Á LlFSNAUTN MANNSINS
o
þau tök á veruleikanum, sem
krefjast drengskapar og
krafts. Hver vottur hrifningar,
sem vaknar í sál vorri, eykur
oss andlega heilsu, örvar til
mannskapar í einhverri mynd
— og allt sem menn hafa fram-
ið fegurst og mikilfenglegast,
er skapað í hrifning eða á rót
sína að rekja til hennar.
Áhrifum listarinnar á sál
einstaklingsins eru sömu tak-
mörk sett og hæfileikum hans
til göfgi og mikilleika — þeg-
ar þeir eru mestir og frjálsast-
ir.
Enginn á nema eina upp-
sprettu lífsnautnar, — sitt
eigið hugmyndalíf. Því meir
sem það auðgast og frjóvgast
af hugmyndalífi annarra, því
meiri skilyrði hefur einstakl-
ingurinn til ríkrar lífsnautn-
ar. Því meir sem það glæðist
og fegrast af kynning við hug-
myndalíf hinna mestu og gáf-
uðustu anda, því meiri skil-
yrði hefur einstaklingurinn til
menningar, vitsmuna, göfgun-
ar.
Því meir sem hugmyndalíf
vort er litað undrun og aðdá-
un, því meiri næmleik sem vér
höfum til þess að skynja svip-
ríki hins ytra heims, í sterk-
vöxnum herðum, í bognu baki,
í klæðafalli og hreyfingum, því
meira gíaðlyndi sem vér höf-
urn til þess að sjá dásemd til-
verunnar, í ljúfleik blómsins, í
tign fjalla, í ljósi lífsins í aug-
um mannanna, — því fyllra
og þroskavænlegra er líf vort.
AÍlt er þetta gefið skáldum
orða, tóna, lita og forms í rík-
ari mæli en öðrum dauðlegum,
en af verkum þeirra þróast og
magnast hæfileikarnir til að
finna til og skilja með hverj-
um þeim, sem hæfur er til að
njóta listar.
Þetta er fagnaðarerindi list-
arinnar til sáluhjálpar hverj-
um þeim, sem vill að líf hans
sé gleði og vöxtur.
í stærðfræðitíina.
Kennslukonan stóð við töfluna og var að skýra út reiknings-
dæmi. Meðan hún var að því, tók hún eftir því, að slánalegur
strákur á aftasta bekk, raunar sá nemandi, sem hún hafði átt
mest í vandræðum með að kenna reikning, fylgdist af athygli með
því, sem hún skrifaði á töfluna. 1 þeirri sælu trú, að sér hefði
nú loks tekizt að vekja áhuga hans, sneri hún sér að honum,
þegar hún hafði lokið við að skýra dæmið, og sagði:
,,Þú fylgdist svo. vel með, Jim, að ég er viss um, að þig
langar til að spyrja mig einhvers."
„Já,“ sagði Jim. ,,Má ég spyrja, hvert fara tölurnar þegar
þú þurrkar þær af töflunni?"
— Pensaeola Gosport.