Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 11
Ráðunautur I hjónabands- og fjöl-
skyldumálum segir álit sitt
á ást og hjónabandi.
Listin að lifa í hjónahandi.
IJr bókinni „Marriage11: The Art of Lasting Happiness",
eftir dr. phil. David R. Mace.
MÖRG hjón fá ekki notið til
fulls samlífsins í hjóna-
bandinu vegna grundvallarmis-
skilnings á sambandinu milli
ástar og kynlífs. Menn og kon-
ur hafa, að mínu áliti, ólík við-
horf til ástarinnar. Hjá báðum
er hún tengd kynlífinu: en sam-
bandið milli þeirra sjá þau hvort
af sínum sjónarhól.
1 augum mannsins er ástin
það sem hann þarf að gefa til
þess að hljóta það sem hann
þráir raunverulega: að njóta
kynlífs. í augum konunnar er
kynlífið það sem hún þarf að
gefa til þess að hljóta það sem
hún þráir raunverulega: að
njóta ástar.
Bíðið andartak. Ég veit að
þessar fullyrðingar fá ekki
staðizt, eins og þær eru settar
hér fram. En hafið biðlund, gef-
ið mér tóm til að skýra þær
nánar. Ég kaus að setja mál
mitt fram í upphafi í skvrum
andstæðum; með því móti hygg
ég, að ég geti bezt gert lesend-
unum ljóst hvað ég hef í huga.
Við skulum byrja á mannin-
um. Hvað knýr hann til að
kvænast? Að sjálfsögðu margt
— þörfin á félagsskap, löngun
til að eignast eigið heimili og
börn. Já, en ríkari þessu öilu
er þörf hans á að fullnægja kyn-
lífi sínu •—■ hinn óstýriláti fögn-
uður, sem felst í því að eiga
konu einn.
Því er það, að þegar karlmann
dreymir um að kvænast kon-
unni sem hann elskar snúast
allar tilfinningar hans í hennar
garð um þá mikilvægu stað-
reynd, að hún er hans um alla
framtíð. En maðurinn veit, að
til þess að ná þessu marki, verð-
ur hann að geðjast konunni.
Þetta er driffjöður alls þess,
sem við köllum ástleitni.
Til þess að sannfæra hina út-
völdu um ást sína, verður hinn
atorkusami riddari að „drýgja
dáðir henni til dýrðar, unz hann
hefur unnið hjarta hennar“. En
takið eftir, að dáðirnar eru ekki
takmark í sjálfu sér. Þær eru
leið að markinu!
Þetta er auðskilið, þegar við
höfum aðeins í huga tilhugalífið.
Gallinn er sá, að menn taka
oft upp breytta siði þegar út