Úrval - 01.04.1956, Síða 16
Flogaveikin, — elzti taugasjúkdómur, sem
11111 getur í skráðum heimildum, var
stundiun til forna nefndur —
Hinn helgi sjúkdómur.
Grein úr ,,Du und die Welt“,
eftir dr. med. Gerhard Venzmer.
AÐ sjá mann, að því er virð-
ist fullfrískan, kastast til
jarðar eins og sleginn af eld-
ingu, gefa frá sér ókennileg
hljóð og engjast sundur og sam-
an í krampa, hlýtur að vekja
óhug þeirra, sem ekki eru vanir
slíkri sjón. Enda er það svo,
að allt frá elztu tímum hefur
enginn mannlegur sjúkdómur
verið sveipaður jafnmikilli hjá-
trú og hindurvitnum og niður-
fallssýkin eða flogaveikin sem
svo er nefnd. Þeir sem fengu
slík flog, voru taldir „djöful-
óðir“ eða haldnir illum öndum;
sjálfur sjúkdómurinn — sem er
elzti taugasjúkdómur, er um
getur í skráðum heimildum —
var talin refsing frá himnum,
en stundum trúðu menn því,
að hljóðin sem hinn niðurfalls-
sjúki gaf frá sér í köstunum
væru rödd guðs, og var floga-
veikin þá kölluð „helgur sjúk-
dómur“.
Hippókrates, gríski læknir-
inn, sem stundum hefur verið
nefndur faðir læknisfræðinnar
og uppi var fyrir 2500 árum,
var þó hafinn yfir alla slíka hjá-
trú, eins og sjá má á eftirfar-
andi orðum hans: „Um hinn
svonefnda helga sjúkdóm er
þetta að segja: mér virðist hann
ekki á neinn hátt vera af guð-
legum uppruna frekar en aðrir
sjúkdómar. . . . En ætti að telja
hann guðlegan vegna krafta-
verka, þá yrðu margir fleiri
sjúkdómar að teljast heilagir."
Þessi ,,nútímaskilningur“ —
sem vissulega getur kallazt svo
— var fallinn í gleymsku á dög-
um Rómaveldis. Kæmi fyrir að
einhver fengi flog á þjóðfundum
eða öldungaráðsfundum, var
fundi þegar slitið; og þaðan
mun komið franska heiti sjúk-
dómsins, „mal comitial"*), sem
notað er enn í dag.
Nafntogaðastur allra floga-
veikissjúklinga er án efa róm-
verski alræðismaðurinn og þjóð-
höfðinginn Gajus Júlíus Sesar;
og „hinn helgi sjúkdómur" mun
tæpast hafa verið afdrifaríkari
í lífi nokkurs áhrifamanns í sög-
*) Þjóðfundarveiki.