Úrval - 01.04.1956, Síða 20
18
ÚRVAL
Pœkiltjarnir í saltveri
einhversstaðar í Suður-
Evrópu. Á Spáni og
Italíu cr saltvinnsla úr
sjó c/amall iðnaðnr.
af magníum og 1,8 milljónir
lesta af kalí. Að hinu leytinu
eru mörg efni í svo útþynntri
upplausn, að erfitt er að áætla
magn þeirra. Því hefur t. d.
verið haldið fram, að 7 lestir
af úraníum séu í teningsmílu af
sjó. Ef þetta er rétt, jafngildir
það, að í öllum sjónum, sem er
um 300 milljónir teningsmílna,
séu um 2000 milljónir lesta af
þessum málmi.
Fyrstu ítarlegu rannsóknirn-
ar á söltum í sjónum gerði W.
Dittmar prófessor við háskól-
ann í Glasgow árið 1884. Hann
efnagreindi 77 sýnishorn sjávar,
sem vísindamenn á leiðangurs-
skipinu Challénger höfðu tekið
víðsvegar í heiminum á leiðangri
sínum umhverfis jörðina 1873
—76. Hann komst að raun um,
að þótt heildarmagn uppleystra
salta væri breytilegt eftir því
hvar sýnishomin voru tekin,
væru efnahlutföllin allsstaðar
hin sömu.
I úthöfunum miklu, Kyrra-
hafi, Atlantshafi og Indlands-
hafi er seltan minni við mið-
baug, þar sem úrkoman er meiri
en uppgufuninni nemur. Þegar
norðar og sunnar dregur, verð-
ur seltan meiri, þar sem upp-
gufunin er meiri en úrkoman.
Nær heimskautunum verður
seltan aftur minni.
Nálægt ströndum hafa ár og
fljót að sjálfsögðu áhrif á efna-
samsetningu sjávarins. Eystra-
salt, sem fær aðrennsli úr lönd-
um Norðvestur-Evrópu, er seltu-
minna en Atlantshaf, sem tengt
er því. Aftur á móti er Dauða-
hafið, sem er frái-ennslislaust og
í heitu og þurru loftslagi, svo
salt, að við borð liggur að sölt-
in kristallist í því — meðalsalt-
magn þess er 30%.
Hinn óþrjótandi efnaforði
sjávarins hefur alla tíð verið
ögrun við efnafræðinga. Frá því
sögur hófust, hefur sjórinn séð
mönnunum fyrir matarsalti. En