Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 28
Lengi býr að fyrstu gerð, segir íslenzkt
máltæki og hefur það hlotið staðfest-
ingu með tilraunum á rottuhundum,
sem aldir voru upp í einangrun.
Ahrif fyrsta umhverfis.
Grein úr „Scientific American",
eftir William R. Thompson og Ronald MelZaek.
BARNIÐ er faðir mannsins,“
seg'ir skáldið, en vér vit-
um næsta lítið um það hvernig
barnið er mótað. Það er stöðugt
rannsóknar- og deiluefni. Á-
kvarðast t. d. greind eingöngu
af erfðum, eða getur umhverfið
í bemsku haft áhrif á hana?
Þó að þetta hafi verið mikið
rannsakað, hafa aldrei fengizt
ótvíræðar niðurstöður. Og vitn-
eskjan um það hvernig persónu-
leiki og tilfinningalíf barnsins
mótast, er enn meira á reiki.
Vér vitum ýmislegt um þróun
og þroska lægri dýra. Þó að
dýr hagi sér ekki alltaf eins
og menn, geta tilraunir á þeim
varpað ljósi á grundvallarvið-
brögð lífvera við umhverfi sínu.
Af þeim vonast sálfræðingar til
að geta öðlazt vitneskju er verði
þeim stoð í rannsóknum á
mönnum.
Rannsóknir þær, sem hér
verður lýst, voru tilraun til að
komast að því hvaða áhrif
ströng takmörkun á tækifærum
til þroska og lærdóms fyrstu
mánuði ævinnar hafa á dýr. Til-
raunadýr okkar voru skozkir
rottuhundar. Rannsóknarefni
okkar var, hvort það hefði var-
anleg áhrif á greind, athafna-
mynztur, tilfinningaviðbrögð og
félagshegðun hundanna, ef þeir
væru aldir upp í ófrjóu um-
hverfi fyrstu mánuði ævinnar.
Tilraunirnar stóðu í fimm ár
og fóru fram í deild í tilrauna-
sálfræði við McGill háskólann
í Bandaríkjnum með styrk frá
Rockefellerstofnuninni.
Undir eins og hver hópur
hvolpa hafði verið vaninn undan
móðurinni (venjulega fjögra
vikna), var honum skipt í
tvennt. Annar hópurinn, er hafð-
ur skyldi til samanburðar, fékk
venjulegt hundauppeldi, flestum
var komið fyrir á heimilum í
Montreal, en nokkrir ólust upp
við frjálsræði í rannsóknarstof-
unni hjá okkur. Allir hinir
hvolparnir, þ. e. tilraunadýrin,
voru settir í búr, einn í hvert.
Búrin voru úr ógagnsæju gleri,
svo að hvolparnir gátu ekki