Úrval - 01.04.1956, Síða 29

Úrval - 01.04.1956, Síða 29
ÁHRIF FYRSTA UMHVERFIS 27 séð út. Á hverjum degi var settur matur handa þeim í hólf við hliðina á búrinu og var rennihurð á milli. Rennihurðin var opnuð utan frá og. meðan hvolpurinn var að éta, var renni. hurðinni lokað og búrið hreins- að. Hvolpurinn sá því aldrei þann, sem annaðist hann. í þess- ari einangrun lifðu hvolparnir í sjö til tíu mánuði. Eftir að þeim var hleypt út, hlutu þeir sömu meðferð og hinir hvolp- arnir, sem þá voru allir fluttir aftur í rannsóknarstofuna. Því næst var hegðun þeirra athuguð og þeir prófaðir á ýmsan hátt. Það kom berlega í Ijós, að einangrunin hafði haft furðu- lega djúptæk áhrif á hundana. Eftir að þeim var hleypt úr búrunum, var svo mikill leikur og hvolpalæti í þeim, að ekki var í neinu samræmi við líkam- legan þroska þeirra. Þessi hegð- un var í rauninni þveröfug við það sem vænta mátti, því að almennt er talið, að einangrun og aðskilnaður frá öðrum í bernsku hafi sljóvgandi áhrif. Þegar gestir, sem í rannsóknar- stofuna komu, voru beðnir að benda á þá hunda, sem þeir teldu að hefðu verið einangr- aðir, bentu þeir undantekning- arlaust á hina stilltu og ráð- settu samanburðarhunda. Við gerðum okkur áætlun um kerfisbundna athugun á at- hafnamynztri hundanna. Fyrst var hver hundur látinn í lítið herbergi og athugaður í hálf- tíma,: til þess að sjá hve löng- um tíma hann eyddi í að rann- saka herbergið, áður en hann legðist niður. Þessi prófun var gerð fjórum sinnum, fjóra daga í röð á 11 tilraunahundum og 7 samanburðarhundum. Saman- burðarhundarnir urðu fljótt leiðir á fábreytileik herbergis- ins og lögðust fyrir, en tilrauna- hundarnir héldu lengur áfram snuðri sínu. Athafnasemin breyttist einn- ig í öfugu hlutfalli við aldurinn. Hundarnir urðu fyrr leiðir því eldri sem þeir voru. Þetta studdi þá skoðun, að hegðun tilrauna- hundanna væri merki um van- þroska. Annað athafnaprófið var í því fólgið að láta hundana kanna völundarhús — fjórum sinnum hvern, tíu mínútur í einu. Fyrst voru báðir hóparnir jafnforvitnir. En nýjabrumið hvarf brátt í augum saman- burðarhundanna og áhugi þeirra á að kanna völundarhúsið þvarr skjótt. En tilraunahundarnir, sem sviftir höfðu verið reynslu í bernsku, héldu lengur áfram könnun sinni. Jafnvel nokkrum árum eftir að þeim var hleypt úr búrunum, voru þeir athafna- samari við prófin en saman- burðarhundarnir, sem bendir ó- tvírætt til, að áhrifin af ein- angruninni hafi verið varanleg. Ekki má draga þá ályktun af þessum niðurstöðum, að þroski eða viðburðarríkt líf í bernsku sljóvgi forvitnina. Rétt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.