Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 29
ÁHRIF FYRSTA UMHVERFIS
27
séð út. Á hverjum degi var
settur matur handa þeim í hólf
við hliðina á búrinu og var
rennihurð á milli. Rennihurðin
var opnuð utan frá og. meðan
hvolpurinn var að éta, var renni.
hurðinni lokað og búrið hreins-
að. Hvolpurinn sá því aldrei
þann, sem annaðist hann. í þess-
ari einangrun lifðu hvolparnir
í sjö til tíu mánuði. Eftir að
þeim var hleypt út, hlutu þeir
sömu meðferð og hinir hvolp-
arnir, sem þá voru allir fluttir
aftur í rannsóknarstofuna. Því
næst var hegðun þeirra athuguð
og þeir prófaðir á ýmsan hátt.
Það kom berlega í Ijós, að
einangrunin hafði haft furðu-
lega djúptæk áhrif á hundana.
Eftir að þeim var hleypt úr
búrunum, var svo mikill leikur
og hvolpalæti í þeim, að ekki
var í neinu samræmi við líkam-
legan þroska þeirra. Þessi hegð-
un var í rauninni þveröfug við
það sem vænta mátti, því að
almennt er talið, að einangrun
og aðskilnaður frá öðrum í
bernsku hafi sljóvgandi áhrif.
Þegar gestir, sem í rannsóknar-
stofuna komu, voru beðnir að
benda á þá hunda, sem þeir
teldu að hefðu verið einangr-
aðir, bentu þeir undantekning-
arlaust á hina stilltu og ráð-
settu samanburðarhunda.
Við gerðum okkur áætlun um
kerfisbundna athugun á at-
hafnamynztri hundanna. Fyrst
var hver hundur látinn í lítið
herbergi og athugaður í hálf-
tíma,: til þess að sjá hve löng-
um tíma hann eyddi í að rann-
saka herbergið, áður en hann
legðist niður. Þessi prófun var
gerð fjórum sinnum, fjóra daga
í röð á 11 tilraunahundum og
7 samanburðarhundum. Saman-
burðarhundarnir urðu fljótt
leiðir á fábreytileik herbergis-
ins og lögðust fyrir, en tilrauna-
hundarnir héldu lengur áfram
snuðri sínu.
Athafnasemin breyttist einn-
ig í öfugu hlutfalli við aldurinn.
Hundarnir urðu fyrr leiðir því
eldri sem þeir voru. Þetta studdi
þá skoðun, að hegðun tilrauna-
hundanna væri merki um van-
þroska.
Annað athafnaprófið var í
því fólgið að láta hundana
kanna völundarhús — fjórum
sinnum hvern, tíu mínútur í
einu. Fyrst voru báðir hóparnir
jafnforvitnir. En nýjabrumið
hvarf brátt í augum saman-
burðarhundanna og áhugi þeirra
á að kanna völundarhúsið þvarr
skjótt. En tilraunahundarnir,
sem sviftir höfðu verið reynslu
í bernsku, héldu lengur áfram
könnun sinni. Jafnvel nokkrum
árum eftir að þeim var hleypt
úr búrunum, voru þeir athafna-
samari við prófin en saman-
burðarhundarnir, sem bendir ó-
tvírætt til, að áhrifin af ein-
angruninni hafi verið varanleg.
Ekki má draga þá ályktun
af þessum niðurstöðum, að
þroski eða viðburðarríkt líf í
bernsku sljóvgi forvitnina. Rétt-