Úrval - 01.04.1956, Side 33

Úrval - 01.04.1956, Side 33
ÁHRIF FYRSTA UMHVERFIS 31 og við höfðum búizt við, stóðu tilraunahundarnir æðilangt að baki samgotungum sínum, sem prófaðir voru til samanburðar. Þeir gerðu um 50% fleiri villur. Jafnvel hundar, sem höfðu verið frjálsir í nokkur ár, fengu lægri einkunn en jafnaldrar þeirra, sem bendir til að einangrunin í bernsku hafi haft varanleg á- hrif á þroska þeirra. Eftir var nú að rannsaka hvaða áhrif einangrunin hefði haft á félagshugð hundanna. Eins og allir hundaeigendur vita er hundurinn ekki félagslynt dýr, að minnsta kosti ekki í sínum hóp. Nokkurt samneyti ástunda þeir þó, þegar þeir fá tækifæri til þess. Félagshegðun þeirra ákvarðast að nokkru leyti af erfðum (sum hundakyn eru áberandi grimmari en önnur) og að nokkru leyti af uppeldi. Við prófuðum fyrst áhrif ein- angrunarinnar á drottnunar- hneigð (eða hneigð til undir- gefni). Prófið var einfalt: til- raunahundur og samanburðar- hundur voru látnir keppa um bein. Samanburðarhundarnir höfðu næstum undantekningar- laust betur í þeirri keppni. Ein- angrunin réð hér jafnvel enn meiru en aldursmunur, því að samanburðarhundarnir náðu að jafnaði beininu, þó að þeir væru talsvert yngri en keppinaut- arnir. Samanburður var einnig gerð- ur á ,,félagslyndi“ beggja hóp- anna. Hverjum hundi fyrir sig var hleypt inn í stórt herbergi þar sem fyrir voru tveir hund- ar, króaðir hvor í sinni stíu með þéttriðnu neti kringum. Ekki. var erfiðleikum bundið að mæla félagsáhuga hundanna. Félags- lyndur hundur gekk rakleitt að annarri hvorri stíunni, mændi á hundinn fyrir innan, dinglaði rófunni og gelti. Aðrir sýndu engan áhuga á stíunum, pissuðu jafnvel utan í þær stundum, eins og enginn hundur væri í þeim. Mælikvarði okkar á fé- lagslyndi var sá tími, sem leið þangað til hundurinn tók að sýna áhuga á hundunum í stí- unum; hver hundur var látinn vera inni í tíu mínútur. Það kom ótvírætt í ljós, að samanburðarhundarnir voru miklu félagslyndari en tilrauna- hundarnir. Hinir síðarnefndu gáfu lítinn gaum að hundunum í stíunum, einkum í fyrstu til- raun, og eyddu miklum tíma í að kanna sjálft herbergið. Þeir höfðu bersýnilega meiri áhuga á hinum dauðu hlutum í her- berginu heldur en lifandi íbúum þess. Þetta áhugaleysi á félags- skap var enn ríkt í eðli tilrauna- hundanna mörgum árum eftir að þeim var sleppt úr búrunum. Tilraunir þær, sem við höf- um lýst hér að framan, benda skýrt til þess að örvandi um- hverfi í bernsku sé mikilvæg forsenda eðlilegs þroska. Tak- mörkun á reynslu á þessu ör- lagaríka æviskeiði, getur valdið varanlegum kyrkingi í ýmsum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.