Úrval - 01.04.1956, Síða 42
40
ÚRVAL
vor bæði gagnvart öðrum og
oss sjálfum.
Ef vér viljum skilgreina ham-
ingjuna með andstæðu hennar,
þá er sú andstæða ekki hrygg'ö,
heldur þunglyndi.
Hvað er þunglyndi? Það er
lömun tilfinningalífsins, alger
skortur á hæfileika til að gleðj-
ast og einnig til að hryggjast.
Þunglyndum manni mundi létta
stórum, ef hann gæti kennt
hryggðar. Þunglyndi er óþæri-
legast einmitt fyrir þá sök, að
það lamar hæfileikann bæði til
að gleðjast og hryggjast.
Ef vér skilgreinum hamingj-
una sem andstæðu. þunglyndis,
þá leiðir af því, að hún er ástand
magnaðrar lífsfyllingar, sem
tengir í eina heild viðleitni vora
til að skilja meðbræður vora og
samsannast þeim, en ekki innri
kyrrstaða, sem er einkenni þess
manns, er aldrei hefur fundið
sjálfan sig. Slíkur maður skynj-
ar sjálfan sig sem ókunnugan,
ef svo mætti segja, hann hefur
fjarlægzt sjálfan sig, skynjar
sig ekki sem þungamiðju tilveru
sinnar, sem skapara eigin at-
hafna — heldur hafa athafnir
hans tekið völdin, gerzt hús-
bóndi, sem hann hlýðir, jafnvel
tilbiður. Slíkur maður á jafn-
erfitt með að finna sjálfan sig
og að komast í snertingu við
aðra menn.
Hamingja er að skynja fyll-
ing lífsins, en ekki að skynja
lífið sem tóm, er þarf að fylía.
Nútímamaðurinn hefur ýms
ráð til að skemmta sér,
en þrátt fyrir það er hann
í raun og veru þunglyndur.
Ef til vill skilja menn betur,
ef í stað orðsins ,,þunglyndur“
er sett orðið ,,leiður“. Munur-
inn á þeim er í rauninni
sáralítill, nánast stigmunur, því
að leiði er í eðli sínu ekki ann-
að en lömun tilfinningalífsins.
Fátt í lífinu er jafn líttbærilegt
og leiðindi, og þessvegna leita
menn allra ráða til að forðast
þau.
Það er hægt að forðast þau
á tvennan hátt; annaðhvort
grafast fyrir rætur þeirra með
því að leita sér Iífsfyllingar í
frjórri athöfn og öðlast þannig
hamingju — eða með því að
reyna að forðast einkenni
þeirra. Með hinni áköfu eftir-
sókn eftir skemmtunum og
hverskonar ráðum til að drepa
tímann, hefur nútimaðurinn val-
ið sér síðari kostinn. Einkennin
gera vart við sig í hvert skipti,
sem hann er einn eða með þeim
sem eru honum nákomnastir.
Allar skemmtanir nútímans
miða að því að auðvelda hon-
um að komst burt frá sjálfum
sér og yfirvofandi leiðindum. En
það er ekki unnt að komast fyr-
ir rætur meinsins með því að
svæfa sjúkdómseinkennin.
Ásamt óttanum við líkamleg'
veikindi eða við að glata virð-
ingu annarra, er óttinn við leið-
indin sú mara, sem hvílir hvað
þyngst á nútímamanninum. I
heimi glaums og skemmtana