Úrval - 01.04.1956, Page 43

Úrval - 01.04.1956, Page 43
HVAÐ ER HAMINGJA ? 41 situr óttinn við leiðindi sífellt í honum, og hann hrósar happi yfir hverjum degi, sem líður án óhappa, hverri stund sem hon- um tekst að drepa án þess að leiðindin nái tökum á hon- um. En þetta er ekki rétta leiðin; vér verðum að öðlast nýjan skilning á heilbrigðu geðlífi. Ein- kenni heilbrigðs geðlífs er hæfi- leikinn til að elska og skapa, lausn úr viðjum fjölskyldu og umhverfis, sjálfsvitund reist á þeirri reynslu sem maðurinn fær af sínu eigin sjálfi bæði sem aflvaka og þolanda, hlutlægt mat á veruleikanum bæði innra með oss og umhverfis oss. Takmark vort í lífinu á að vera að lifa fullu lífi; að losna úr viðjum barnalegra hugmynda um mikilleik vorn og öðlast vissu um hinn raunverulega en þó takmarkaða styrk vorn; að geta sætt oss við þá mótsagnar- kenndu hugsun, að vér séum hver og einn mikilvægari en allt annað í heiminum — og þó um leið ekki meira virði en fluga eða laufblað. Að geta elskað lífið, án þess að skelfast dauðann; að þola óvissu um mikilvægustu spurn- ingar, sem lífið leggur fyrir oss — og bera samt fullt traust til hugsana vorra og tilfinninga. Að geta verið einn, og sam- tímis verið eitt með þeim sem maður elskar, með sérhverjum bróður hér á jörð, með öllu sem lífsanda dregur; að fylgja rödd samvizku vorrar, röddinni sem kallar oss til vor sjálfra, án þess þó að sökkva niður í sjálfs- hatur, þegar rödd samvizkunnar var ekki nógu sterk til þess að vér heyrðum hana og fylgdum henni. Heilbrigður á geði er sá mað- ur, sem lifir í ást, skynsemi og trú, sem ber virðingu fyrir líf- inu — sínu eigin lífi og lífi með- bræðra sinna. □---□ Áhrif — til góös eða ills. Viö kvöldverðarborðið ávítaði ég' Pál litla, son minn, fyrir að vera með Oddi, seni hafði orð fyrir að vera óknyttastrákur. ,,Geturðu ekki fundið einhvern góðan strák til að leika þér við?“ spurði ég'. Páll leit ásakandi á mig. ,,Ef mömmur allra strákanna segðu þetta,“ sagði hann, „þá mundi aumingja Oddur ekki hafa neinn til að leika sér við.“ Ég sá strax sannleiksgildi þessara orða og blygðaðist mín, að ég skyldi ekki láta mér til hugar koma, að Páll gæti haft góð áhrif á Odd engu síður en hið gagnstæða. — „Móðir" í Woman’s Weekly.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.