Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 43
HVAÐ ER HAMINGJA ?
41
situr óttinn við leiðindi sífellt
í honum, og hann hrósar happi
yfir hverjum degi, sem líður án
óhappa, hverri stund sem hon-
um tekst að drepa án þess að
leiðindin nái tökum á hon-
um.
En þetta er ekki rétta leiðin;
vér verðum að öðlast nýjan
skilning á heilbrigðu geðlífi. Ein-
kenni heilbrigðs geðlífs er hæfi-
leikinn til að elska og skapa,
lausn úr viðjum fjölskyldu og
umhverfis, sjálfsvitund reist á
þeirri reynslu sem maðurinn fær
af sínu eigin sjálfi bæði sem
aflvaka og þolanda, hlutlægt
mat á veruleikanum bæði innra
með oss og umhverfis oss.
Takmark vort í lífinu á að
vera að lifa fullu lífi; að losna
úr viðjum barnalegra hugmynda
um mikilleik vorn og öðlast
vissu um hinn raunverulega en
þó takmarkaða styrk vorn; að
geta sætt oss við þá mótsagnar-
kenndu hugsun, að vér séum
hver og einn mikilvægari en allt
annað í heiminum — og þó um
leið ekki meira virði en fluga
eða laufblað.
Að geta elskað lífið, án þess
að skelfast dauðann; að þola
óvissu um mikilvægustu spurn-
ingar, sem lífið leggur fyrir oss
— og bera samt fullt traust til
hugsana vorra og tilfinninga.
Að geta verið einn, og sam-
tímis verið eitt með þeim sem
maður elskar, með sérhverjum
bróður hér á jörð, með öllu sem
lífsanda dregur; að fylgja rödd
samvizku vorrar, röddinni sem
kallar oss til vor sjálfra, án
þess þó að sökkva niður í sjálfs-
hatur, þegar rödd samvizkunnar
var ekki nógu sterk til þess að
vér heyrðum hana og fylgdum
henni.
Heilbrigður á geði er sá mað-
ur, sem lifir í ást, skynsemi og
trú, sem ber virðingu fyrir líf-
inu — sínu eigin lífi og lífi með-
bræðra sinna.
□---□
Áhrif — til góös eða ills.
Viö kvöldverðarborðið ávítaði ég' Pál litla, son minn, fyrir
að vera með Oddi, seni hafði orð fyrir að vera óknyttastrákur.
,,Geturðu ekki fundið einhvern góðan strák til að leika þér við?“
spurði ég'.
Páll leit ásakandi á mig. ,,Ef mömmur allra strákanna segðu
þetta,“ sagði hann, „þá mundi aumingja Oddur ekki hafa
neinn til að leika sér við.“
Ég sá strax sannleiksgildi þessara orða og blygðaðist mín,
að ég skyldi ekki láta mér til hugar koma, að Páll gæti haft
góð áhrif á Odd engu síður en hið gagnstæða.
— „Móðir" í Woman’s Weekly.