Úrval - 01.04.1956, Page 48

Úrval - 01.04.1956, Page 48
46 ÚRVAL bendingu prófessorsins. Aug- ljóst var, að starfsliðið setti stolt sitt í að tala ensku við gestina og láta sem það kynni ekki móðurmál sitt, spænskuna. Á Filippseyjum eru tíu há- skólar. Stærstur þeirra er Que- zón, 15 km frá Manila. Þar var haldin ráðstefna, sem ég var kominn til að taka þátt í. Há- skólinn er glæsileg bygging og umhverfis hann heilt hverfi þar sem stúdentar og prófessorar búa, sannkallaður stúdentabær, sem er sjálfum sér nógur um flest. í þessu fagra umhverfi lifa 12025 stúdentar (álíka margir af hvoru kyni) og stunda nám sitt við hin ákjós- anlegustu skilyrði. Langflestir þeirra eru af indónesísku bergi brotnir, enda þótt um 90% þeirra beri spænsk nöfn. Og þó er hér allt amerískt: til- kynningarnar á veggjunum, námsbækurnar, námsskrárnar. Ég átti tal um þetta algera brotthvarf spænskunnar við öld- ungadeildarmann. Hann sagði mér, að hann vonaðist til að fá það í gegn, að spænskan verði aftur tekin upp sem annað kennslumál. Einnig sagði hann mér, að hinn nýi forseti lýð- veldisins, Magsaysay, tali ekki spænsku, en sé þó að læra hana, og að stjórnarskrá lýðveldisins sé samin á ensku. I höfuðborginni Manila eru allar tilkynningar og auglýsing- ar á ensku. Hin gömlu spænsku gatnaheiti hafa þó fengið að halda sér. I anddyrum hótel- anna finnur ferðamaðurinn að- eins amerísk blöð. Hin þrjú á- hrifalausu spænsku dagblöð: ,,Ahora,“ „Voz de Manila og „La Unión Hispanofilipina" eru ófá- anleg í íbúðarhverfum borgar- innar. Enda þótt spænska hafi verið hér allsráðandi fyrir hálfri öld, var ekkert erindi á ráðstefnunni flutt á spænsku. Jafnvel frönsku fulltrúarnir kusu sér það ömur- lega hlutverk að flytja mál sitt á ensku í stað frönsku. Verst af öllu er þó, að þjóð- in hefur ekki aðeins skipt um mál, heldur virðist hún hafa al- gerlega glatað tengslum sínum við fortíðina. Milli hafnarinnar í Manila og hins nýja hluta hennar var áður tilkomumikið borgarhverfi, girt háum múrum, þar sem San-Agostín-kirkjan, Jesúítaklaustrið og ráðhúsið voru. I smáum stíl var þetta gamla hverfi vitnisburður um hina spænsku fortíð landsins, eyja eins og borgin Cartagena í Columbia. í síðari heimsstyrj- öldinni varð hverfið fyrir hörð- ura loftárásum, þegar Banda- ríkjamenn hröktu Japani aftur burt frá Filippseyjum. Eftir stóðu veggir þessara bygginga, svo að þrátt fyrir skemmdirnar mátti enn greina leifar af forn- um glæsibrag þeirra. Þessar rústir eru nú hæli vændiskvenna og glæpalýðs, sem dregur þar fram lífið; er hættulegt að fara þar um eftir að dimmt er orðið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.