Úrval - 01.04.1956, Síða 48
46
ÚRVAL
bendingu prófessorsins. Aug-
ljóst var, að starfsliðið setti
stolt sitt í að tala ensku við
gestina og láta sem það kynni
ekki móðurmál sitt, spænskuna.
Á Filippseyjum eru tíu há-
skólar. Stærstur þeirra er Que-
zón, 15 km frá Manila. Þar
var haldin ráðstefna, sem ég var
kominn til að taka þátt í. Há-
skólinn er glæsileg bygging og
umhverfis hann heilt hverfi þar
sem stúdentar og prófessorar
búa, sannkallaður stúdentabær,
sem er sjálfum sér nógur um
flest. í þessu fagra umhverfi
lifa 12025 stúdentar (álíka
margir af hvoru kyni) og
stunda nám sitt við hin ákjós-
anlegustu skilyrði. Langflestir
þeirra eru af indónesísku bergi
brotnir, enda þótt um 90%
þeirra beri spænsk nöfn. Og
þó er hér allt amerískt: til-
kynningarnar á veggjunum,
námsbækurnar, námsskrárnar.
Ég átti tal um þetta algera
brotthvarf spænskunnar við öld-
ungadeildarmann. Hann sagði
mér, að hann vonaðist til að
fá það í gegn, að spænskan verði
aftur tekin upp sem annað
kennslumál. Einnig sagði hann
mér, að hinn nýi forseti lýð-
veldisins, Magsaysay, tali ekki
spænsku, en sé þó að læra hana,
og að stjórnarskrá lýðveldisins
sé samin á ensku.
I höfuðborginni Manila eru
allar tilkynningar og auglýsing-
ar á ensku. Hin gömlu spænsku
gatnaheiti hafa þó fengið að
halda sér. I anddyrum hótel-
anna finnur ferðamaðurinn að-
eins amerísk blöð. Hin þrjú á-
hrifalausu spænsku dagblöð:
,,Ahora,“ „Voz de Manila og „La
Unión Hispanofilipina" eru ófá-
anleg í íbúðarhverfum borgar-
innar.
Enda þótt spænska hafi verið
hér allsráðandi fyrir hálfri öld,
var ekkert erindi á ráðstefnunni
flutt á spænsku. Jafnvel frönsku
fulltrúarnir kusu sér það ömur-
lega hlutverk að flytja mál sitt
á ensku í stað frönsku.
Verst af öllu er þó, að þjóð-
in hefur ekki aðeins skipt um
mál, heldur virðist hún hafa al-
gerlega glatað tengslum sínum
við fortíðina. Milli hafnarinnar
í Manila og hins nýja hluta
hennar var áður tilkomumikið
borgarhverfi, girt háum múrum,
þar sem San-Agostín-kirkjan,
Jesúítaklaustrið og ráðhúsið
voru. I smáum stíl var þetta
gamla hverfi vitnisburður um
hina spænsku fortíð landsins,
eyja eins og borgin Cartagena
í Columbia. í síðari heimsstyrj-
öldinni varð hverfið fyrir hörð-
ura loftárásum, þegar Banda-
ríkjamenn hröktu Japani aftur
burt frá Filippseyjum. Eftir
stóðu veggir þessara bygginga,
svo að þrátt fyrir skemmdirnar
mátti enn greina leifar af forn-
um glæsibrag þeirra. Þessar
rústir eru nú hæli vændiskvenna
og glæpalýðs, sem dregur þar
fram lífið; er hættulegt að fara
þar um eftir að dimmt er orðið.