Úrval - 01.04.1956, Page 54

Úrval - 01.04.1956, Page 54
52 ÚRVAL annarri." Meðan ég var þarna sá ég einu sinni ameríska kvik- mynd. Mér fannst heimilin sem ég sá á myndinni öll ofhlaðin húsgögnum. Ég var orðin vön indverskum húsbúnaði: blóma- vasi með morgunfrúm, röndótt motta á leirgólfi, kannski ekki meira. Þetta kann að virðast íhaldssemi, eins og maður unni ekki fólkinu að fá bætt lífs- kjör sín. Augljóst er, að tryggja verður öllum nauðþurftir, en þegar um er að ræða það sem þar er fram yfir, veit ég ekki nema menn hefðu gott af að staldra við og hugsa ráð sitt. Við heyjum þindarlaust kapp- hlaup um þessi gæði, og þegar eitt er fengið magnast löngun í annað svo að aldrei verður lát á kapphlaupinu. Lítið á mæðurnar sem vinna utan heim- ilis, sem ekki hafa neina hús- hjálp og aldrei unna sér hvíld- ar. Þarna eystra er fólkið meira í samhljóm við umhverfi sitt, umburðarlyndara gagnvart meðbræðrum sínum. Kynslóð- irnar lifa ekki hver út af fyrir sig. Gamla fólkið eyðir ekki elli sinni í einveru, hver í sínu herbergi. Ekki þekkjast þar heldur hin svonefndu „lykla- börn,“ þ. e. börn sem flækjast um úti með lykilinn að íbúð- inni um hálsinn af því að enginn er heima og íbúðin lokuð. Og þó er algengt að mæður í Travan- core vinni utan heimilis. Amm- an eða annar ættingi eða ein- hver kona úr sömu stétt er allt- af nærri til að gæta barna þeirra kvenna, sem vinna utan heim- ilis. Indverskum börnum stend- ur alltaf opinn konufaðmur. Norskur læknir í Trivandr- um sagði einu sinni við mig: ,,I Noregi kippa mæðurnar í börnin sín. Hér er alltaf tekið blíðlega í þau og nöldri þeirra tekið með þolinmæði. Og aldrei heyrir maður móðir segja við dreng sem er að gráta: „Sýndu nú, að þú sért karlmaður.“ Það er líklega mæðraveldið sem þar segir til sín. Það er ekki talið neitt efttirsóknarvert að vera karlmaður í Travancore! Fyrir Signe Höjer var það sérstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að helga sig rit- störfum meðan hún var eystra. I Svíþjóð tóku ótal skyldustörf allan tíma hennar. Hún var bæj- arfulltrúi í 10 ár, formaður félagsskapsins „Friður og frelsi“, starfaði í félagssamtök- um kvenna, stjórnaðigestkvæmu heimili og ól upp fjögur börn. Henni gafst því sjaldan tími til ritstarfa eins og hugurinn stóð til, fyrr en hún kom til Indlands. Og Axel Höjer leynir því ekki, að enda þótt landslæknisstarf- ið hafi verið ánægjulegt og veitt honum mörg tækifæri til að koma ýmsu góðu til leiðar, þá hafi sér verið sérstök ánægja að því að komast aftur í daglegt samband við stúdenta eins og þegar hann var dósent í Lundi. Það er næstum eins og þegar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.