Úrval - 01.04.1956, Page 55

Úrval - 01.04.1956, Page 55
AÐ BYRJA NÝTT LlF 53 við vorum nýgift, segir Signe Höjer. Við Höjer hittumst í fá- tækrahverfi í París; svo bjugg- um við bæði í East End, fá- tækrahverfi Lundúna, til þess að rannsaka barnavernd og hjálparstarfsemi þar. Eftir að við giftumst settumst við að í Hagalund, sem þá var ömurlegt fátækrahverfi þar sem fátækt, ofdrykkja og hverskonar eymd héldust í hendur. Axel kom á fót barnaverndarstöðvum og varð skólalæknir og fór á hjóli milli skólanna hvernig sem viðr- aði. Við bjuggum í tveim litlum herbergjum við hliðina á leyni- legri vínbrennslu. Axel tók að sér formennsku í nýstofnaðri áfengisvarnarnefnd og öðlaðist í því starfi þá reynslu, sem gerði hann að bindindismanni ævi- langt. Við byggðum okkur lítið hús og innréttuðum þar sam- komusal fyrir ýmiskonar félags- starfsemi. Þetta var ánægjulegt starf og við eignuðumst marga kunningja. Eftir 35 ár erum við nú aftur ein — yngsti son- ur okkar kvæntist meðan við vor. um á Indlandi. Þar bjuggum við á ný í fátækrahverfi ogkomumst aftur í kynni við neyð og eymd, en að sjálfsögðu miklu átakan- legri en í Hagalund, og nutum þess að geta hjálpað hinu nauð- stadda fólki og hlutum i stað- inn vináttu þess. Og nú er ferðinni heitið til Assam, nyrzt á Indlandi. Assam er eina fylkið, auk Travancore, þar sem mæðraveldi er enn við lýði, þó að vísu aðeins með- al ættflokka, sem búa á af- skekktum stöðum. Japönsk kona, Chie Nakane, dvelur nú í Assam við rannsóknir á menningu og siðum fólksins. Signe Höjer hlakkar til að hitta hana, kynnast starfi hennar og ef til vill taka þátt í því. Axel Plöjer bíður svipað starf og í Travancore, þótt aðstæður séu á margan hátt gerólíkar. Ass- am liggur við rætur Himalaja- fjallanna og loftslag því geró- líkt því sem er í Travancore, sem er á Malabarströndinni syðst á Indlandi. En svo setjumst við líklega að heima, segja þau bæði. Gömlu hjónin munu hafa vit á að draga sig í hlé í fylling tímans. Það mun tíminn leiða í ljós. Þau hafa bæði tvö yngst við dvölina á Indlandi, þótt undar- legt sé þegar haft er í huga hve loftslagið á Malabarströnd- inni er örðugt hvítum mönnum. En þó að þau setjist í helgan stein heima í Svíþjóð, mun líf þeirra ekki verða tómlegt. Signe og Axel Höjer hafa farið að dæmi Indverja. Þau hafa keypt sér íbúð í sama raðhúsi og tveir synir þeirra. Fimm barnabörn bíða ójaolinmóð eftir því að afi og amma komi. heim aftur. I eldhúsi ömmu fá þau að hjálpa til og afi kann svo margar skemmtilegar vísur; hann syng- ur þær og spilar undir á fiðluna sína.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.