Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 55
AÐ BYRJA NÝTT LlF
53
við vorum nýgift, segir Signe
Höjer. Við Höjer hittumst í fá-
tækrahverfi í París; svo bjugg-
um við bæði í East End, fá-
tækrahverfi Lundúna, til þess
að rannsaka barnavernd og
hjálparstarfsemi þar. Eftir að
við giftumst settumst við að í
Hagalund, sem þá var ömurlegt
fátækrahverfi þar sem fátækt,
ofdrykkja og hverskonar eymd
héldust í hendur. Axel kom á
fót barnaverndarstöðvum og
varð skólalæknir og fór á hjóli
milli skólanna hvernig sem viðr-
aði. Við bjuggum í tveim litlum
herbergjum við hliðina á leyni-
legri vínbrennslu. Axel tók að
sér formennsku í nýstofnaðri
áfengisvarnarnefnd og öðlaðist
í því starfi þá reynslu, sem gerði
hann að bindindismanni ævi-
langt. Við byggðum okkur lítið
hús og innréttuðum þar sam-
komusal fyrir ýmiskonar félags-
starfsemi. Þetta var ánægjulegt
starf og við eignuðumst marga
kunningja. Eftir 35 ár erum við
nú aftur ein — yngsti son-
ur okkar kvæntist meðan við vor.
um á Indlandi. Þar bjuggum við
á ný í fátækrahverfi ogkomumst
aftur í kynni við neyð og eymd,
en að sjálfsögðu miklu átakan-
legri en í Hagalund, og nutum
þess að geta hjálpað hinu nauð-
stadda fólki og hlutum i stað-
inn vináttu þess.
Og nú er ferðinni heitið til
Assam, nyrzt á Indlandi. Assam
er eina fylkið, auk Travancore,
þar sem mæðraveldi er enn
við lýði, þó að vísu aðeins með-
al ættflokka, sem búa á af-
skekktum stöðum. Japönsk
kona, Chie Nakane, dvelur nú
í Assam við rannsóknir á
menningu og siðum fólksins.
Signe Höjer hlakkar til að hitta
hana, kynnast starfi hennar og
ef til vill taka þátt í því. Axel
Plöjer bíður svipað starf og í
Travancore, þótt aðstæður séu
á margan hátt gerólíkar. Ass-
am liggur við rætur Himalaja-
fjallanna og loftslag því geró-
líkt því sem er í Travancore,
sem er á Malabarströndinni
syðst á Indlandi.
En svo setjumst við líklega
að heima, segja þau bæði.
Gömlu hjónin munu hafa vit
á að draga sig í hlé í fylling
tímans.
Það mun tíminn leiða í ljós.
Þau hafa bæði tvö yngst við
dvölina á Indlandi, þótt undar-
legt sé þegar haft er í huga
hve loftslagið á Malabarströnd-
inni er örðugt hvítum mönnum.
En þó að þau setjist í helgan
stein heima í Svíþjóð, mun líf
þeirra ekki verða tómlegt. Signe
og Axel Höjer hafa farið að
dæmi Indverja. Þau hafa keypt
sér íbúð í sama raðhúsi og tveir
synir þeirra. Fimm barnabörn
bíða ójaolinmóð eftir því að afi
og amma komi. heim aftur. I
eldhúsi ömmu fá þau að hjálpa
til og afi kann svo margar
skemmtilegar vísur; hann syng-
ur þær og spilar undir á fiðluna
sína.